Færsluflokkur: Bloggar
10.8.2009 | 01:47
Biðlað til Baltimore
Þessa helgi lagði ég land undir fót og heimsótti vinkonu mína í nágrenni Baltimore. Það er um klukkutíma akstur til hennar og fór ég á fararskjóta búnum leiðsögutæki. Hún hafði lagt til að ég færi ákveðna leið til að forðast alverstu þjóðvegina. Þegar ég kom til hennar og lýsti ökuferðinni kom á daginn að ég hafði að vísu sloppið við stóran kafla af öðrum þjóðveginum en í staðinn farið annan eins, ef ekki sýnu verri. Þeim hjónum þótti mikið til koma að ég væri enn til frásagnar óskjálfandi eftir jómfrúarakstur á bandarískum þjóðvegi með 4 til 5 akreinar i báðar áttir þar sem nánast enginn ekur við hraðatakmörk. Ég hafði haldið mig við akreinina lengst til hægri því þar eiga ökumenn að halda sig sem virða ökuhraðann eða þurfa að fara hægar. Mér varð um og ó þegar þúsundhjólatrukkur með mannhæðarbil undir tengivagninum kemur blússandi aftan að mér og blikkar ljósum í gríð og erg eins og ég væri fótgangandi. Ég ók áfram samviskusamlega á mínum réttu 55 mílum og huggaði mig við það að ef eitthvað kæmi fyrir mundi trukkurinn aka yfir mig svo ég slippi milli hjólanna. Trukkarinn gaf sig á endanum, færði sig og skaust svo framúr eins og hann væri eftirlýstum í 15 fylkjum. Mikið var ég glöð þegar ég náði afgömlum og beygluðum vörubíl sem lallaði á 50 mílna hraða svo ég þurfi ekki lengur að réttlæta ökuhraða minn með löghlýðni eða skynsemi.
Í gær og dag fórum við stöllurnar svo á listasöfn í Baltimore. Við fórum í Baltimore Museum of Art sem á stærsta safn verka eftir Matisse, um 400 listaverk, sem systurnar Cone söfnuðu enda nánir vinir listamannsins. Þar sá ég frumgerðir frægra verka Matisse, bláu og bleiku nektarmyndirnar.
Þar sá ég líka frumgerð af öðru þekktu listaverki, Móður og barni, sem víða er til sem útlínuteikning. Myndin er mjög falleg, litirnir mjúkir og hlýir. Ég set hér inn ljósmynd sem ég tók á ská til að draga úr endurvarpi á glerinu sem er yfir myndinni.
Á fjörur okkar rak eitt af fáum eintökum í yfirstærð af Hugsuðinum eftir Rodin.
Síðast, en ekki síst, gekk ég svo fram á skúlptúr eftir Ólaf Elíasson, Flower observatory, frá árinu 2004. Inni í verkinu speglast ljósbrot sem í kviksjá. Ólafur er þarna í ekki ómerkari félagsskap en Andy Warhol sem er upp um alla veggi í rýminu, m.a. Campell dósasúpan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2009 | 12:57
Bæn fyrir heilbrigði og gróanda
Það má biðja fyrir heilbrigði (enska: healing) í fleiru en einu samhengi. Það er hægt að biðja fyrir því að fólk læknist (enska: cure) og að það verði heilt (enska: whole). Mörg þekkjum við það á okkur sjálfum að vera laus við sjúkdóma en finna um leið til þess að vera ekki heil. Ef áherslan er lögð á að lifa heil erum við að beina sjónum okkar að því sem við þurfum að hleypa að í lífi okkar til að geta notið og notað það sem við þó búum að til að elska hvert annað og upplifa að lífið sé þess virði að hlúa að því. Þá erum við að biðja fyrir gróanda í lífi okkar. Slík bæn er líka opin fyrir læknismeðferð. Svo ég taki dæmi af fótameini sem ekki læknast, þó svo það fái alla viðhlítandi læknismeðferð og trúarbænir til lækningar, þá þarf að finna leiðir til að lifa með því ástandi þannig að það skerði velferð okkar sem minnst heldur efli hana. Vinkona mín sem er að mestu háð hjólastól til að komast ferða sinna og gengur aðeins við staf og í spelkum, hefur ekki getað dansað árum saman og saknar þess mikið. Hún fór á dansnámskeið í hjólastólnum! Kennarinn dansaði við hana og hún sat í hjólastólnum á meðan. Þetta námskeið gaf henni mikla gleði og nærði sál hennar þar sem fyrir var djúpur söknuður yfir lífi sem hún þekkti. Þessi reynsla gaf henni tilfinningu fyrir því að vera heil. Skerðing hennar skipti ekki máli til að njóta þess sem lífið bauð henni upp á.
Það verður að gæta þess að misnota ekki þessa nálgun til að vanda um við fólk eða tala niður til þess. Það eflir ekki heilbrigði þess heldur gerir lítið út því. Það meiðir. Til að geta nálgast viðfangsefnið þarf einmitt að gangast við því sem hamlar og dregur úr fólki kjark. Þegar við biðjum fyrir því að verða heil er það oft einmitt döngun sem við erum í mestri þörf fyrir auk ímyndunarafls og aðlögunarhæfni. Það er getan til að sjá möguleika og vera opin fyrir óvenjulegum úrlausnum. Þetta er verkefnið sem blasir við krabbameinssjúklingunum mínum á sjúkrahúsinu. Þar sem þetta er rannsóknarstofnun en ekki venjulegt sjúkrahús fara sjúklingarnir yfirleitt annað til að deyja nema það hafi dregist svo lengi að útskrifa þá að heimferð er ekki lengur kostur. Í slíkum tilvikum er það alltaf spurningin eftir hverju var beðið. Oftar en ekki var það bið eftir lækningu (enska: cure). Stundum er það læknirinn eða fjölskyldan sem bíður hennar en ekki sjúklingurinn. Sjúklingurinn er kannski tilbúinn til að kanna nýja lendur lífsins inn í dauðann. Í slíkum kringumstæðum á bæn fyrir heilbrigði alltaf við, að lifa heill í gegnum þetta stærsta verkefni lífsins - að deyja. Það þarf mikinn kjark til að lifa deyjandi og mikinn kjark til að fylgja fólki þá leið. Það er þá sem við þurfum að biðja fyrir gróanda.
Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til: Ég er í námi í klínískri sálgæslu, Clinical Pastoral Education, á rannsóknarsjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Myndin er af veflistaverkinu Healing Tree eftir Terry Dunne og má finna á heimasíðu hans. Verkið var unnið fyrir Mater Private Hospital árið 2002.
![]() |
Reyndu að lækna dóttur sína með bænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.8.2009 | 21:50
Í föruneyti Fríðu
National Museum of Women in the Arts var áfangastaður minn í dag. Þar sá ég málverk eftir Frida Kahlo í fyrsta skipti með eigin augum. Sá meinbugur var þó á uppsetningu verkanna að flest voru þau undir gleri. Hver tilgangurinn er sá ég ekki svo glöggt nema ef vera skyldi til að þurfa ekki eins mikið eftirlit í sýningarrýminu. Satt að segja urðu verkin eins og prentuð plaköt á að líta. Allur kraftur var úr þeim, þau urðu flöt, pensildrættir sáust ekki og eðlilegt endurkast ljósbrots á þeim ekki fyrir hendi. Í staðinn fengu gestir endurkast af loftljósum og gluggarúðum andspænis í sárabætur fyrir skerta skynjun. Hér er örlagasaga verksins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 15:01
Taugaáfall af völdum líkamsræktar?
![]() |
Sarkozy fékk aðsvif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2009 | 12:52
Líffræðileg rök
![]() |
Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2009 | 11:28
Vinna mín með krabbameinssjúklingum
Stærstur hluti sjúklinga minna á sjúkrahúsinu þar sem ég er í klínísku sálgæslunámi, er krabbameinssjúklingar. Þetta er fólk sem hefur fjórða stigs krabbamein, ýmist nýgreint eða hefur glímt við sjúkdóminn um árabil. Þau eru í þeirri stöðu að engin meðferð er til við þeirra sjúkdómi og eru hér í tilraunameðferð sem getur engu lofað. Það er nú svo að allur gangur er á því hvort sjúklingarnir vilja þiggja þann stuðning sem boðinn er. Það eru frekar þeir sem eru tiltölulega nýgreindir sem vilja aðstoð. Þeir sem hafa háð langa baráttu eru margir komir inn á það plan að sleppa takinu og njóta þess sem þeir þó enn geta. Það er gott og eðlilegt. Þessir hafa oftar þörf fyrir að ræða sín þakkarefni.
Þá eru það aðstandendurnir, þeim stendur stuðningur líka til boða. Ég hitti þetta fólk augliti til auglitis og býð þeim aðstoð en hún er yfirleitt ekki þegin. Ég er á því að fólk eigi því ekki að venjast að tala um hvernig því líður og það áttar sig ekki á hvaða möguleikar felast í nærverunni. Aðstandendur standa oft í ströngu á meðan veikindin standa yfir, þeir reyna að halda sjó og huga ekki að sjálfum sér fyrr en sjúklingurinn er látinn. Þá hefur mikil vinna setið á hakanum og hún getur verið sár eftir uppsafnaða bið því sumt þurfti að ræða á meðan ástvinurinn var enn hjá þeim.
Svo eru það hinar fagstéttirnar. Það er afar einstaklingsbundið hvaða skilning fagfólkið hefur á því hvort sjúklingar og aðstandendur þurfa aðstoð og það er mis opið fyrir framlagi minnar deildar til velferðar sjúklinganna. Vinnuhraðinn og vélvirknin hjálpar ekki til en það sem mín fagstétt hefur fram yfir hinar er að við getum sest niður, tekið þann tíma sem þarf og hlustað á fólk án þess að vera á hlaupum í næsta verkefni.
![]() |
Matspróf á vanlíðan krabbameinssjúkra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 02:26
Að afmæli yfirstöðnu

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2009 | 17:40
Hundakúnstir IV

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2009 | 01:59
Einu sinni er allt fyrst
Í gær var ég á námskeiði utanbæjar ásamt fleiri nemum í klínískri sálgæslu. Þetta var úti í sveit og það var yndislegt að að sjá tún, engi og matjurtagarða, hlöður, fjós og traktora. Við ráðstefnusetrið var maísakur. Ég hef aldrei áður komist í tæri við ferskan maís á stöngli sem enn vex úr moldu svo það var ekki um annað að ræða en láta taka borgarbarnalega ljósmynd með túristayfirbragði úti við akurinn. Maísuppskera er seinni hlutann í júlí svo hann er nærri fullvaxinn.
Námskeiðið reyndist upp og ofan. Ég hafði á orði við samnemanda minn í dagslok að handbókin hefði eiginlega ekki passað við fyrirlestrana. Mér var svarað um hæl, "Þakka þér kærlega fyrir, þetta var vel að orði komist." Svo nú á ég handbók fulla af dóti sem ég veit ekki hvað er.
Næsta sunnudag leiði ég guðsþjónustu á spítalanum. Þar sem ég þurfti að semja guðsþjónustuna og spítalinn á engar handbækur þá setti ég upp guðsþjónustu samkvæmt íslensku handbókinni frá 1981 og snaraði textum yfir. Kollekta og ritningalestrar verða þau sömu og í kirkjum á Fróni þennan dag. Ég verð að segja eins og ég að ég sakna litúrgíunnar heima, messutónið og svörin höfða til mín. Þó ég sé ekki sú messuræknasta með hugsast getur þá tekst helgihaldinu stundum að tengjast einhverju sem bærist með mér þá stundina. Það er líka kunnugleikinn sem nærir sálina og stundum fæ ég einfaldlega heimþrá. Þá væri nú ekki amalegt að geta sungið eins og eina messu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 02:38
Eftirmatur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)