Að afmæli yfirstöðnu

AfmælisbarniðÞá er þessi afmælisdagur að kveldi kominn. Ég fór í vinnuna með heimatilbúna ostaköku, skaffaði mér afmælisgjöf af einni sjúkradeildinni og fór svo út að borða á víetnömskum veitingastað með vinkonu minni. Moskítóflugur hafa verið að gera mér lífið leitt svo vinkonan færði mér nátturulega skordýrafælu með sitronellu að gjöf. Á heimleiðinni kom ég við í apóteki og keypti ónáttúrulegt sterakrem til að bera á ný bit því spreyið sem ég prófaði í fyrrasumar olli sennilega óþoli með enn stærri útbrotum svo mér kemur ekki til hugað að prófa þann óskunda aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Til hamingju með afmælið! Vona að næsta ár verði þér gott ár eins og ég held að þetta síðasta ár hafi verið hjá þér. En hvað felst í að eiga gott ár? Líða vel ? Leiðast ekki? Læra meira? Vera skapandi?... eða bara að jafnvægi ríki? kannski ég vísi bara í Jing og Jan svo ég fari ekki alveg út í vitleysu.

Þó ótrúlegt sé þá sit ég á Þjóðarbókhlöðunni þrátt fyrir sól og hita. Ég er að fara í kaffi og bíð þér með?

Afmæliskveðjur

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:09

2 identicon

Til hamingju með afmælið!!! (þótt seint sé).

Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband