Í föruneyti Fríðu

Frida Kahlo, sjálfsmynd tileinkuð Leon TrotskyNational Museum of Women in the Arts var áfangastaður minn í dag. Þar sá ég málverk eftir Frida Kahlo í fyrsta skipti með eigin augum. Sá meinbugur var þó á uppsetningu verkanna að flest voru þau undir gleri. Hver tilgangurinn er sá ég ekki svo glöggt nema ef vera skyldi til að þurfa ekki eins mikið eftirlit í sýningarrýminu. Satt að segja urðu verkin eins og prentuð plaköt á að líta. Allur kraftur var úr þeim, þau urðu flöt, pensildrættir sáust ekki og eðlilegt endurkast ljósbrots á þeim ekki fyrir hendi. Í staðinn fengu gestir endurkast af loftljósum og gluggarúðum andspænis í sárabætur fyrir skerta skynjun. Hér er örlagasaga verksins.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband