Þorskréttur með tómötum og pepperóní

Af og til verður til kvöldverðarréttur úr hinum ýmsu afgöngum og hef ég oft kallað slíka rétti milljónamáltíð. Nafngiftin felst í því að innihaldsefnin eru oft mörg en líka vegna þess að maturinn varð oft svo góður að hann er milljónar virði í afstæðri ánægjuupplifun. Hér er það þorskréttur gerður eftir sömu formúlu og stóðst milljónaprófið heldur betur.


Þorskréttur

Ég brytjaði niður 1 tómat, 3 sólþurrkaða tómata, 6 sneiðar af pepperóní og hálfan rauðlauk. Þessu hrærði ég saman ásamt 3 matskeiðum af þurrkaðri brauðmylsnu (heimatilbúin) og 1 matskeið af ólívuolíu. Blönduna kryddaði ég með salti, svörtum pipar og 1/2 matskeið af þurrkaðri steinselju. Þorskurinn var 750 grömm. Hann skar ég í litla bita og mokaði þeim í smurt, eldfast fast, dreifði síðan grænmetisblöndunni jafnt yfir og bakaði svo herlegheitin við 180°C í 25 mínútur. Réttinn bar ég fram með soðnum kartöflur og maís.

Kartöflur og maís er ekki heppileg blanda sem meðlæti þar sem hvoru tveggja er sterkja. En, stundum bara vill maður eitthvað og þá er bara að láta eftir sér. Þorskurinn var það eina sem var keypt sérstaklega í réttinn en allt hitt var til átekið í ísskápnum. Þannig reyni ég að haga matseld sem mest til að nýta hráefni vel.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband