Hundakúnstir IV

SúlusveiflaTíkin er lóða. Hún hefur vappað hér um húsið með blóðslóðina á eftir sér og það hefur ekki verið ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Ég lét húsfreyjuna vita sem sagði að þau hefðu hætt við að láta taka tíkina úr sambandi þegar kötturinn var næstum dáinn. Ætli þau hafi ætlað að hafa tíkina til vara svo ef kötturinn hrykki upp af yrði tíkin látin eignast kettlinga? Hún bað mig að dreifa handklæðum og öllu sem ég fyndi á gólf og húsgögn. Allt í lagi með það, skárra en ekki neitt. Svo nefndi hún í framhjáhlaupi að það væri til belti á tíkina fyrir tíkardömubindi en hún hefði ekki viljað nota það eftir fyrsta skiptið því hundurinn hefði litið svo asnalega út með þetta. Mér er nákvæmlega sama! Nú spásserar hún um hýbýlin eins og súludansmær í g-streng.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Til hamingju með daginn í dag 21. júli.  :)  

Baldur Gautur Baldursson, 21.7.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband