Milljónamáltíđ - Ofnbakađur ţorskur

Ţegar ég safna saman afgöngum úr ísskápnum og steypi saman í heildstćđa máltíđ kalla ég ţá matreiđslu gjarnan milljónamáltíđ eđa milljónasteik. Milljónin hefur svo sem enga sérstaka tengingu ađra en einingafjöldann. En kannski felst ţar í skírskotun til margbreytileika milljónasamfélaga ţar sem oft lifa saman mismunandi kúltúrar svo úr verđur sambrćđsla (e. fusion) í matargerđ.

Milljónamáltíđ, ţorskur

Hér segir frá slíkum fiskrétti, gratíneruđum ţorskhnökkum í dillsinnepssósu. Ţorskurinn var nýr en allt hitt var til í matarkistunni heima. Ég gerđi sósuna úr majonesi, 18% sýrđum rjóma og slettu af dillsinnepi ađ viđbćttu hvítlauksdufti og limepipar. Fiskinn skar ég í munnbita og blandađi í skál saman viđ matarafganga sem voru svartar baunir úr dós, ofnsteikt blómkál, sođnar/ofnsteiktar kartöflur og hálfur rauđlaukur sem ég brytjađi smátt. Ég saltađi ţessa blöndu og hrćrđi svo sósunni saman viđ. Allt fór síđan í eldfast mót og rifnum osti stráđ yfir. Herlegheitin voru loks ofnbökuđ viđ 200¨C í 30 mínútur.

Međ ţessu var boriđ fram ferskt salat og súrdeigbrauđ sem ég bakađi fyrr um daginn.

Súrdeigsbrauđ, heilhveiti

Dillsinnepiđ fékk ég í Krónunni á sínum tíma og hefur reynst skemmtileg viđbót viđ bragđflóru matarbúrsins. Ţađ er bragđmikiđ og dilliđ áberandi. Ţví er vissara ađ gćta hófsemi viđ skömmtun til ađ ganga ekki fram af eigin bragđsmekk.

Dillsinnep


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband