Færsluflokkur: Bloggar
30.12.2008 | 19:08
Eins og mér einni er lagið
The Mom Song from Northland Video on Vimeo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 08:04
Textílverk
Nokkur textílverka minna eru á vefsíðum. Hér neðar eru slóðirnar svo ég þurfi ekki að leita að þeim í hvert einasta sinn sem ég er spurð. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru verkin öll unnin með listrænum bútasaum sem upp á ensku kallast "Art Quilting". Þau eru úr bómullarefnum, saumuð með heimilissaumavél og vattstungin fríhendis í sömu vél. En fyrst koma myndir af hverju fyrir sig.
Stóla, "Kristur í þér, von dýrðarinnar"
Veppteppi, "Sendiboði sálarinnar"
Dagbókarbrot, "Journal Quilts"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2008 | 17:29
Ný aðferð?
![]() |
Vanhæfur í málefnum peningamarkaðssjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 16:31
Eftirlaun listamanna
Af hverju fær fólk listamannalaun sem komið er á lífeyrisaldur? Eða er upphæðin svo lág að hún er bara táknræn? Svona rétt eins og hátekjuskatturinn sem skiptir víst engu máli fyrir ríkissjóð.
Hér er tillaga til þingsályktunar um heiðurslaun listamanna. Ein rökin er að bæta öldruð listafólki upp bága lífeyrisstöðu. En það er ekki bara listafólk sem verður að láta sér nægja grunnlífeyrinn. Koma heiðurslaunin til frádráttar á bótum almannatrygginga? Hættir listafólk almennt að iðka list sína og hafa af henni tekjur eftir 65 ára aldur?
Atli Ingólfsson skrifaði grein árið 2002 um aðferðafræði við úthlutun listamannalauna. Niðurstaða hans er að hún sé ekki til heldur stuðst við skýringuna "Af því bara" og einnig þá að listamaðurinn sé sýnilegur. Atli veltir fyrir sér hvað það þýði enda vanti einnig skilmerki á sýnileika þar sem ákveðnar listgreinar ganga út á sýnileika. Miðað við þá þokusýn sem hann lýsir við úrvinnslu umsókna um starfslaun listamanna get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort henni sé líka beitt á heiðurslaunin.
Ég er þó alls ekki að gera lítið úr vinnu þeirra sem fengu úthlutun í ár. Handhafa fálkaorðunnar í hópnum eiga hana líka skilið. Þau sem ég þekki til á listanum eru vel að vegsauka komin. Margt af þessu fólki er svo sannarlega búið að þurfa að hafa fyrir listiðkun sinni og borgað með sér í gegnum tíðina. Einnig er leitað til listafólks um að vinna endurgjaldslaust í þágu málefna. Framlag listafólks til betrunar mennskunnar er ómetanlegt. Það er algjör ranghugmynd að listafólk þurfi að líða skort til að hafa eitthvað fram að færa. Þess vegna eigum við að kaupa list og varast eftirlíkingar.
Á listanum eru 18 karlar og 10 konur. Hvar er jafnræðið? Er kannski lífeyrisstaða listakvenna betri en karla?
![]() |
28 listamenn fá heiðurslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2008 | 18:55
Loksins á Austurvelli
Loksins komst ég á Austurvöll, búin að vera föst í Vesturheimi síðan mótmælastöður hófust. Þó tilefnið sé allt annað en gleðilegt gat ég varla varist brosi vegna þess að ég var einfaldlega glöð að geta verið með. Það hefur reynt verulega á að sitja handan við hafið, lesa fréttir af netinu og horfa á fréttatíma. Maður finnur svo sterkt fyrir vanmætti sínum og áhrifaleysi. Það er eins og úthafið verði táknrænt fyrir þá gjá sem er á milli veruleika almennings og tilburða ráðamanna sem eru álíka yfirborðskenndir og allt öryggiseftirlitið á flugvöllunum fyrir vestra sem sennilega hefur þann tilgang helstan að láta farþega halda að það sé verið að passa þá. Þeim mun meira sem fer fyrir öryggiseftirlitinu, þeim mun flinkara lítur það út fyrir að vera.
Nú þegar ég er búin að horfa á kvöldfréttirnar heyri ég af þingfundi sem færir mér heim sanninn um sömu aðferðafræðina - valda nógu miklum glundroða svo fólk haldi að það sé eitthvað að gerast. Glundroði plús glundroði virkar ekki í öfugu veldi svo við komum út í plús eins og þegar tvær mínustölur eru lagðar saman. Glundroði plús glundroði verður bara að klessu.
Bloggar | Breytt 21.12.2008 kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2008 | 12:31
Hringavitleysa
Unglingurinn var að senda mér þetta. Ég á eftir að jafna mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 12:28
Kynlegir hnerrar
Ég hnerra þegar mér verður kalt á framhandleggjunum. Af hverju ætli mér verði kalt á framhandleggjunum? Ég hef alltaf tengt það því að ég sé þá í trekvart ermum en kannski var ég bara að hugsa um kynlíf án þess að taka eftir því.
![]() |
Hnerrandi kynlíf? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 09:03
Vita ekki hvað til síns friðar heyrir
Það er átakanlega sorglegt þegar þjóðir gangast ekki við því sem eflir velferð þeirra. Spámenn eru enn líflátnir fyrir að segja sannleikann, standa vörð um mennskuna og efla lífið.
Nahla Hussain var 37 ára, tveggja barna móðir, forystukona kvennaarms Kommúnistaflokks Kúrdistan.
![]() |
Kvenréttindakona afhöfðuð í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.12.2008 | 23:13
Ekki orð í tíma töluð
Stjörnuspáin mín hljóðaði svona í dag:
"Krabbi: Þið ættuð að líta vandlega í kringum ykkur og kunna að meta það sem þið hafið. Læstu veskið niður og krítarkortin með og náðu ekki í þau aftur hvað sem á sækir."
Námsmaðurinn í útlöndum hefur forðast í lengstu lög að eyða pening og staðið sig eins og hetja enda húsmóðir hagsýn og ekki þurftafrek. Ég var að lesa þetta núna undir háttatíma. Það er nú full seint að fá svona ráðleggingar eftir stórfelld útgjöld á hálfri viku.
Þegar ég kom á sunnudaginn þurfti ég að kaupa augndropa. Á mánudaginn fór ég í sjúkraþjálfun. Í gær fór ég til tannlæknisins míns í eftirlit því ekki vil ég sitja uppi með óvænta tannpínu í útlandinu. Unglingurinn fór í leiðinni í eftirlit hjá sínum tannlækni. Svo kom á daginn að mig vantaði sundbol því minn er úti í Ameríku. Einnig keypti ég 10 tíma kort þegar í laugina kom. Í dag fór ég til heimilislæknisins og svo til augnlæknis. Þaðan fór ég í apótek og leysti út augnlyf fyrir 5.000 krónur auk þess að kaupa millibilstannbursta fyrir kr. 2.000. Þeir eru enginn lúxus heldur nauðsynjar sem ég þarf til að halda tannheilsunni en var svo klaufsk að taka ekki með mér að utan. Þar til viðbótar vantaði mig rándýrt andlitskrem sem húðlæknir uppáleggur mér að nota svo ég fái ekki exem í andlitið. Það er sko engin merkjavara og fæst ekki í fríhöfninni. Ég á túpu úti sem er of stór fyrir leyfilegt magn í handfarangri og af því kremið er svo dýrt vil ég ekki láta hirða það af mér í öryggisleit. Túpan mín hér heima var að klárast.
Þess vegna finnst mér ekki mikið vit í að láta líf sitt stjórnast af stjörnuspám. Þær eru stundum svolítið úr tengslum við raunverulegt líf. En þær geta verið hin besta skemmtun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 17:57
Englar í flug
Það er ekki eins og ég hafi ekkert fyrir stafni hér heima. Inn á milli ástandsskoðana hjá sjúkraþjálfara, tannlækni og heimilislækni og svo klippingin framundan þá hef ég skellt saman nokkrum jólakortum. Það stóð til að póstleggja þau í morgun en þau liggja enn óskrifuð á eldhúsborðinu. Það er ekki eins og ég sé í jólafríi í akkorði.
Englarnir mínir austan hafs og vestan fá þessi frá mér. Innanlands tek ég upp tólið og hringi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)