Vita ekki hvað til síns friðar heyrir

SorgarborðiÞað er átakanlega sorglegt þegar þjóðir gangast ekki við því sem eflir velferð þeirra. Spámenn eru enn líflátnir fyrir að segja sannleikann, standa vörð um mennskuna og efla lífið.

Nahla Hussain var 37 ára, tveggja barna móðir, forystukona kvennaarms Kommúnistaflokks Kúrdistan. 


mbl.is Kvenréttindakona afhöfðuð í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú taka full djúpt í árinni að segja að þjóðin gangist ekki við því sem eflir velferð hennar. Nokkrir vopnaðir menn er ekki það sama og gervöll íraska þjóðin og viðhorf þeirra hefur ósköp lítið að segja um viðhorf þjóðarinnar allrar.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 09:40

2 identicon

Ég er hræddur um að þetta sé það sem koma skal þegar hersveitir bandaríkjamanna yfirgefa Írak. Þeir felldu veraldlega ríkisstjórn og festu íslamska klerkaveldið í sessi án þess að hafa skilning á því helvíti sem íslam er, sharía lög eru nú hornsteinn í nýrri stjórnarskrá Íraks. Ég er hræddur um að við munum sjá flóðgáttir helvítis opnast á þessum stað.

Brynjar (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Átökin í Írak gegnum árin hafa fært okkur sannin um að fáir eða engin hafa getað höndlað frið, sátt og að skapa blómlegt samfélag í Írak. Öfgar á alla bóga hafa skapað stjórnmálalega óreiðu, brotið niður alla hefð og trú hefur ekki átt vaxtarskilyrði. Ekki að undra að allt sé í graut.  Allt frá því að Englendingar reyndu að hreinrækta nýlenduþjóðir sínar hefur þetta verið á niðurleið.  Eftir 3 ár tel ég að ef alþjóðasamfélagið reynir ekki á JÁKVÆÐAN hátt að hjálpa þessu vesalings fólki mun Írak komast á steinaldarstig eins og Afganistan.

Baldur Gautur Baldursson, 19.12.2008 kl. 10:29

4 identicon

Mér finnst ógeðslegt að gera það sem þessir menn gerðu. Þó þeir kalli það í nafni Íslam þá er svona verknaður ekkert í ætt við boðskap hins heilaga Kórans.

Þetta eru villimenn sem kalla yfir sig og þjóð sína vond örlög. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:32

5 identicon

Það fylgir að vísu ekki fréttinni, en líklegast hafa morðingjarnir unnið í nafni kóranins. Og ég myndi nú ekki kalla það rit heilagt, nema að glugga aðeins í það fyrst. Málið er að boðskapur íslams er akkurat undirgefni og hlýðni við klerka og yfirvald, þeir sem ekki hlýða skulu limlestir og drepnir, Allah er snöggur til refsingar, Allah situr einn að pyndingum, Allah lofar morðingjum kynlífi og áfengi, Allah er miskunsamur og hann fyrirgefur. Og mér verður óglatt. Því fyrr sem við viðurkennum hið rétta andlit íslams, því fyrir getum við hjálpað blessuðu fólkinu sem lifir undir kúgun þess!

Og eitt enn, það er algeng sögufölsun að nýlenduherrarnir hafi rústað öllu á þessu svæði á sínum tíma. Málið er að íslam var hvað friðsælast á nýlendutímanum.

Brynjar (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:01

6 identicon

Ég er bara feginn að vera ekki Íraki.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: Sylvía

ömurlegt, en spurning hvað ameríkanar eru að gera þarna, ég held þeir semji við svona flokka um hverja má taka og hverja ekki, þeas díla við mafíuna. Bresk heimildarmynd hér.

Sylvía , 20.12.2008 kl. 12:25

8 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Kaninn er ósköp lítið að spá í mannréttindi í Írak þeirra eina hugsun er olían og hvernig er hægt að fá þæga leppa í stjórn landsins til að samþykkja að þeir einir fái allan olíugróða landsins

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 20.12.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband