Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2009 | 12:43
Láttu þér ekki verða kalt

![]() |
Klæðnaður Michelle Obama umdeildur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.11.2009 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 00:43
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Ég var viðstödd embættistöku Obama í dag. Ég hefði ekki viljað missa af því. Sökum ferðaþreytu, svefnleysis og tímamismunar hef ég ekki þrek til að skrifa meira núna svo sagan kemur inn á morgun. Þó hefði mig langað til að setja hér inn ódauðlegt bókmenntaverk af tilefninu. Set þó hér til gamans með mynd úr miðbænum á leiðinni að Washington minnismerkinu.
Það er eitthvað svo svo "utan við sig" að koma úr fagnaðarlátunum í miðborg DíSí og fylgjast svo með mótmælum við Alþingishúsið handan hafsins. Eiginlega finnst mér að ég ætti að vera heima og það er ekki bara heimþráin.
Kvittið endilega fyrir lesturinn og látið mig vita að þið séuð þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 01:48
Á faraldsfæti
Nú er komið að fardögum hjá mér. Upp úr miðnætti aðfaranótt þriðjudags ætti ég að skríða inn á heimavistina vestra ef ferðaáætlunin gengur upp. Ég á stutta millilendingu í Boston og flýg þaðan áfram til DíSí. Þessa dagana eru allar viðvörunarlínur rauðglóandi vegna embættitöku nýs forseta svo það má búast við hægari gangi í verkferlum á flugvöllum auk þess sem almenningssamgöngur í borginni verða á yfirdrifi vegna aukins mannfjölda. Mín úthugsuðu ferðaplön geta því öll runnið út í sandinn án þess að ég geti rönd við reist.
Í bígerð er að fara niður í bæ á þriðjudagsmorgun með vinkonum mínum, Englunum, og drekka í okkur mannlífið og heimssöguna á einu bretti svo við höfum eitthvað að segja barnabörnunum. Það er ekkert vit í að láta þennan viðburð fram hjá sér fara og þó ég hefði látið mér nægja að horfa á brot af því besta í kvöldfréttum sjónvarps væri ég á Fróni þá er ekki annað inni í myndinni en mæta á staðinn, marka sín spor í söguna. Að minnsta kosti getum við stöllur tekið myndir hver af annarri líkt og pólfarar og fjallageitur enda ekki heiglum hent að ráða fram úr ferðaþrautum sem almenningur þarf að glíma við á leið sinni um borgina á þriðjudaginn.
Það hefur verið óviðjafnanlegt að vera heima í jólafríinu, knúsa mann og afkvæmi og skreppa í kaffi til minna nánustu. Námsmenn erlendis eru ekki ofaldir þó þeir komist heim einu sinni yfir veturinn. Það er svo mikilvægt fyrir sálina. Ég hef, eins og alþjóð veit, nurlað stíft til að geta veitt mér þetta og sé ekki eftir því. Nú skulu kannaðar nýjar sparnaðarlendur og útrásarvíkingum slegið við í hlutfallslegum ábata af viðskiptum þó ekki verði þau víðtækari en við næsta stórmarkað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2009 | 13:29
Klukk, þú ert hann!

![]() |
ESB-listaverkið Entropa reyndist gabb |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2009 | 13:01
Ber er hver að baki
Einbýlið við Suðurlandsbraut er hurðarás sem ágirndin reisti sér um öxl og er nú orðin okkur fjötur um fót. Atburðarásin hefur því svo sannarlega verið ýmist í ökkla eða eyra. Í borginni standa nú bautasteinar útrásarþenslu sem skildi ekki að þegar upp er staðið snýst lífið um manneskjur. Það er fólk sem byggir þetta land. Það var mikill misskilningur hjá gróðapungunum að fiskurinn í sjónum og orkan í iðrum jarðar væri ónýtt fé án hirðis vegna þess að hún var ekki veðsett. Sá misskilningur felst í ranghugmyndum um hirðishlutverkið. Hirðir hirðir um en ekki af.
Nú býr þessi aldraði maður við umhirðuleysi annarra sem seldu honum innantóm fyrirheit af því að þeir sáust ekki fyrir í gleypigangi sínum. Það vantar víst húsnæði fyrir aldraða. Þeir eru sviptir heimili sínu og fluttir hreppaflutningi á milli stofnana. Það er nóg til af húsnæði enda byggt eins og heimsendir væri í nánd. Þessi hús standa auð. Það var allt lagt undir markaðsvæðingu sem sprakk eins og sápukúla á meðan keppst var um hver gæti blásið upp þá stærstu.
![]() |
Einbúinn við Suðurlandsbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2009 | 00:54
Hefðarhósti
Þetta hef ég alltaf sagt. Ef mér finnst einhver lympa sækja að mér þá hægi ég ferðina, fer snemma í bólið og geri það næstu daga þar ásóknin líður hjá. Slepp ég þá yfirleitt við kvefpest, rúmlegu og veikindaforföll.
Ég hef haft frámunalega lítið umburðalyndi gagnvart gauragangi skólafélaga minna fram eftir nóttu. Þó ég sé ekki ein um það þá er ég sú eina sem fer fram og kvarta. Hinir ræða við mig einslega næsta dag og segja að þeir hafi ekki heldur getað sofið. En fyrr skal Kaninn dauður liggja en finna að við sökudólgana.
Ef ég smitast af kvefi vestra vegna ónógs svefns þá mun ég borga fyrir mig með því að hnerra án þess að halda fyrir munninn og þvæ mér ekki um hendurnar eftir að hafa snýtt mér. Geng svo um og heilsa öllum með handabandi og kossi að íslenskum sveitasið.
Myndin er af vefsíðu Futil Brands.
![]() |
Svefnleysi eykur líkur á kvefi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2009 | 13:19
Á blússandi fart
Ef það er eitthvað sem mér leiðist meira en að kaupa föt almennt þá er það að fara til þess á útsölur. Í ofanálag er innkaupastefna verslana og kauphegðun íslenskra kvenna með eindæmum. Búð úr búð sé ég bara svart, hvítt og rautt og inn á milli grámóskulega plómuliti og grábláa tóna. Þegar ég hef haft orð á þessu í gegnum árin er svarað að bragði að það komi fleiri litir með vorinu. Og viti menn, með vorskipunum koma gráar og beige flíkur í búðirnar.
Ég hef lengi átt eina, einfalda ósk - rjómahvíta blússu. "Off-white" hefur ekki borið fyrir mín augu síðustu árin nema flíkin sé annað hvort með alltof langar ermar, rykkingar á bringunni eða trekvart ermar. Ég lagði til atrennu eina ferðina enn í síðustu viku og játaði mig endanlega sigraða. Ég fór í Vogue til að sleikja sárin og keypti efni í blússu. 7 vinnustundum síðar er hún tilbúin. Það eru komin fjögur ár síðan ég saumaði blússu og ég verð að segja eins og er að brjóstvitið stirðnar ef það fær ekki stöðuga örvun. Ég þurfti þó ekki að rekja neitt upp þrátt fyrir að hafa varað heimilisfólkið við yfirvofandi formælingum þegar ég hóf verkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 10:55
Við höfum reynsluna!
Við höfum reynslu af undirboðum evrópskra starfsmannaleiga. Þá er hægt að borga lægri laun utan samningsbundinna launataxta stéttarfélaganna enda starfsmennirnir ekki einu sinni í íslenskum stéttarfélögum. Þeir borga ekki skatta til ríkisins af því að við borgum bara starfsmannaleigunni sem borgar svo launin í heimalandi starfsmannaleigunnar. Íslenskt regluverk hefur ekki enn tekið við sér þrátt fyrir sneypudóm réttarkerfisins og eigum við nú eftir að endurgreiða Impregilo staðgreiðslu launaskatts sem á endanum var greiddur til ríkisins eftir mikið stapp. Ég sé okkur í anda reyna að ná þeim peningum aftur inn í gegnum starfsmannaleiguna sem er löngu farin frá Kárahnúkum og leiguliðana sem þegar hafa verið sendir í enn aðra þrælkunarvinnuna.
Eins og fram kemur í fréttinni þá er lunginn úr ræstingafólki gamla Borgarspítalans frá útlöndum. Þetta fólk er í íslenskum stéttarfélögum og nýtur þeirrar lögverndar. Landspítalabáknið segist ætla að reyna að tryggja því vinnu áfram hjá starfsmannaleigunum. Er það bjarnargreiði?
![]() |
„Það er ekkert heilagt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 19:45
Heima er best
Það er svo gott að vera heima hjá sér að öll önnur tíðindi hverfa í skuggann. Ég fer seint að sofa og seint á fætur til að aðlögunin að tímamismuninum taki skemmri tíma þegar ég fer aftur út því hamagangurinn byrjar með það sama. Ég hef komið nokkrum vinaheimsóknum í framkvæmd en annars verið heima í rólegheitum. Það hringir ekki einu sinni síminn hérna. Gönguferðir og sund hefur verið mín líkamsrækt enda um að gera að nota tímann til þess á Fróni.
Ég er ekkert alltof spennt að fara aftur út. Bankakreppan er ekki afstaðin og ef ég á að segja eins og er þá er ég ekkert alltof viss um að kerfið lokist ekki aftur. Það er svo vont að vera í burtu frá öllum og öllu þegar ástandið er svona tætt og óstöðugt.
Námskeiðin fyrir vorið eru komin á hreint. Það verður eitt í kirkjusögu og annað í ritskýringu Gamla testamentisins. Þá er bókmenntakúrs og líka listasaga á áætluninni. Einnig er ég skráð í tvær vinnustofur með listafólki. Bækurnar er ég búin að útvega mér flestar notaðar og þurfti ekki að leggja út mikinn pening því ég skipti á flugpunktum og inneign hjá netbókabúð. Svona eru nú námsmenn í útlöndum útsjónarsamir. Ég næ aldrei að safna fyrir flugferð með punktum og ef flugfélögin fara á hausinn þá er inneignin líka farin. Sýnd veiði er ekki gefin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2009 | 16:34
Gleðilegt nýtt ár!
Ágætu bloggarar, ættingjar og vinir nær og fjær - gleðilegt ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)