22.7.2009 | 02:26
Að afmæli yfirstöðnu
Þá er þessi afmælisdagur að kveldi kominn. Ég fór í vinnuna með heimatilbúna ostaköku, skaffaði mér afmælisgjöf af einni sjúkradeildinni og fór svo út að borða á víetnömskum veitingastað með vinkonu minni. Moskítóflugur hafa verið að gera mér lífið leitt svo vinkonan færði mér nátturulega skordýrafælu með sitronellu að gjöf. Á heimleiðinni kom ég við í apóteki og keypti ónáttúrulegt sterakrem til að bera á ný bit því spreyið sem ég prófaði í fyrrasumar olli sennilega óþoli með enn stærri útbrotum svo mér kemur ekki til hugað að prófa þann óskunda aftur.
Athugasemdir
Sæl. Til hamingju með afmælið! Vona að næsta ár verði þér gott ár eins og ég held að þetta síðasta ár hafi verið hjá þér. En hvað felst í að eiga gott ár? Líða vel ? Leiðast ekki? Læra meira? Vera skapandi?... eða bara að jafnvægi ríki? kannski ég vísi bara í Jing og Jan svo ég fari ekki alveg út í vitleysu.
Þó ótrúlegt sé þá sit ég á Þjóðarbókhlöðunni þrátt fyrir sól og hita. Ég er að fara í kaffi og bíð þér með?
Afmæliskveðjur
Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:09
Til hamingju með afmælið!!! (þótt seint sé).
Hellen Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.