Fljóð á förum

VorgróðiNú líður að brottför af Ísalandinu bláa. Það hefur verið yndislegt að vera heima, kúldrast með eiginmanni og afkvæmi, fá sér kleinur og rjómatertur og njóta lands og náttúru. Við hjónin skruppum á Þingvöll í gær. Þó náttúran taki hægt við sér svo við fáum löng vor er fallegt að sjá lífið inn á milli sinutoppanna. Ætli okkur sé ekki þaðan komin vonin - það vorar um síðir.

Framundan er langt ferðalag og hækkandi hiti. Í næstu viku verður rigning bæði hér og í DíSí nema hitinn þar verður þrisvar sinnum hærri. Það er æðislegt að geta skroppið í svona hitabelti um stutt sumarfrí en ekki eins spennandi að búa við það. Ég verða að segja alveg eins og er að ég kvíði hitanum, sérstaklega þar sem ég verð á ferðinni daglega í almenningsfarartækjum, bíðandi úti á stoppistöð undir brennandi sólinni. En þá er bara að breyta lífstaktinum. Ég held að við Íslendingar kunnum það þegar brestur á með góðviðri. Reyndar fáum við þá góðviðrismaníu hér á landi. Svo í staðinn ætla ég að hægja á ferðinni, taka tíma í verkin og ferðirnar og sitja í köldu fótabaði á kvöldin.
Við Öxará


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband