Aftur og nýbúin

KóngulóÞá er ég flogin, lent, sofnuðu, vöknuð og búin að éta hér úti í Kanans landi. Ég held til á heimili skólasystur minnar í sumar. Þau höfðu mínar ferðadagsetningar en einhverja hluta vegna komu allir í húsinu af fjöllum þegar ég birtist. Ég gruna skólasystur mína um að hafa haldið ferðaáætlunum mínum út af fyrir sig. Unglingsdóttirin sagðist hafa verið skíthrædd þegar leigubíll stoppaði fyrir framan húsið og manneskja kom út sem gekk upp að húsinu. Ég held að þetta hefði verið mun sársaukaminna fyrir hana ef þau hefðu ljós logandi við húsið svo þau sæu hverjir eru að koma á kvöldin og svo gestkomandi og gangandi fari sér ekki að voða á stéttinni. Ungherrann kom líka ofan af fjöllum. Húsbóndinn kom svo varfærnislega niður í morgun og opnaði inn til mín, hafði heyrt umgang og stóð ekki á sama. Húsfrúin er af bæ. Það er eins gott að þau urðu mér ekki að meini eins og í bíómyndunum.

En nú er allt gott. Ég er búin að fá mér tebolla og þá fyrst er hægt að ganga í málin af einhverju viti. Ég þarf að gera matarinnkaup og finna restina af eldhúsdótinu mínu, t.d. uppþvottaburstann.  Einnig vantar mig skordýraeitur. Þessi kjallari er kóngulóarbæli. Eða, ég held að þetta séu kóngulær. Kvikindin eru með fálmara og geta stokkið. Þær eru stórar. Ég ólst upp í kjallara og þar voru líka kóngulær. En ég held að þær hafi verið mjög fjarskyldar þessum. Þessar eru amerískar og spila hafnabolta á nóttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband