Næturógnir

Það á sem sagt að tryggja öryggi einhverra með þessu fyrirkomulagi. Ef búðunum væri lokað þá væru ekki nein öryggismál á dagskrá. Þetta er svona álíka óþarfi og að grafa brunna á barnaleikvöllum og hreykja sér svo af því að hafa sett lok á þá svo börnin detti ekki ofan í.

Er ekki einfaldara að loka búðum um nætur? Eru næturopnanir að skila inn hagnaði? Umsagnir nágranna slíkrar nætursölu benda til þess að nær væri að fyrirtækin sæktu um skemmtanaleyfi. Þessar sólarhringsbúðir eiga ekkert skylt við búðir lengur. Þetta eru uppskrúfaðar samlokusjoppur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk almennt eigi ekki brauð og ost heima hjá sér alla jafna ef það svengir á nóttunni. Svo er líka afar óhollt að borða á nóttunni. Þá á maður að vera sofandi. Fólk á næturvöktum er í vinnunni á nóttunni svo ekki er það að flandra í þessar sjoppur. Kannski eru þetta einmitt sjoppur fyrir öryggisverði sem rúnta á milli fyrirtækja svo þeir geti fengið sér samloku með næturkaffinu og kaffibollann í leiðinni.


mbl.is Sérþjálfaðir öryggisstarfsmenn til starfa í verslunum 10-11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband