Lengi býr að fyrstu gerð

3childrenÞað þarf náttúrulega að ala vinnuhörkuna upp í fólki frá fyrstu tíð. Ef börnin læra strax að maður fer veikur í vinnuna venjast þau við að vera ekki að kveinka sér heldur harka af sér og langt um aldur fram grípa þau krampakennt um hjartastað og hníga örend niður, öllum að óvörum, því þau leituðu sér aldrei lækninga þegar kvillarnir fóru að gera vart við sig. Allt frá vöggu vöndust þau því að fá bara verkjastíl ef það var eitthvert ambur á þeim og þau héldu uppteknum hætti þegar þau komust á legg og gleyptu bara verkjatöflur, vöðvaslakandi og róandi þegar þau fengu pílur. Svo var farið í vinnuna. Um þetta fólk er skrifað í minningargreinum: "Henni féll aldrei verk úr hendi og hún bar harm sinn í hljóði".

Minni á vitundarvakninguna - Verndum bernskuna 


mbl.is Veik börn send í leikskólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þjóðfélagið er sniðið eftir þörfum fullorðna mannsins. Það er enn verra viða erlendis.

Heidi Strand, 21.11.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Sylvía

góður punktur, ættir að reyna að segja þetta við ameríkanana...

Sylvía , 26.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband