Á róli á hjóli

Jæja, nú er búið að aflétta hjólabanninu af mér með því skilorði að ég fari varlega. Það var frekar súrt í broti að hætta að hjóla fyrir tæpum fjórum mánuðum þegar ég var þá loksins komin yfir rasssærið og hætt að svitna eins og dýjamosi sem stigið er á þegar heim var komið. Mesta baslið er þó að koma hjólinu út úr frumskóginum í hjólageymslunni og inn í hana aftur. Til þess þarf einurð og afgerandi ásetning. Það er því ekki skrítið að illa gangi að hemja sig þegar hindranir verða á vegi hjólareiðamanns eins og í myndbandinu hér að neðan.

Ef vel tekst til með endurhæfinguna er aldrei að vita nema djúpstæður draumur minn um "alter-ego" verði að veruleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Kæri nýji bloggvinur  :-) Takk fyrir ábendinguna.  Ég hlakka til að heyra meria um þínar hjólreiðar, með eða án myndbrota

Morten Lange, 22.11.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Morten Lange

Kæri nýi bloggvinur :-)

Takk fyrir ábendinguna. Ég hlakka til að heyra meira um þínar hjólreiðar, með eða án myndbrota

Morten Lange, 22.11.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband