Vandræðalaus epla- og bláberjaskel

Epla- og bláberjaskelÞessa epla- og bláberjaböku gerði ég fyrr í mánuðinum, sérdeilis einföld í vinnslu og ljúffeng í munni. Vissulega eru mörg handtökin við þessa böku en engin erfiðisvinna þó. Fyllinguna má svo léttilega aðlaga að smekk og þörfum hvers og eins, breyta og bæta við því sem fólki hugnast. Myndin hér fremst er af mínu eintaki svo lesandinn sér að þetta er ekki óvinnandi vegur.

Kökuskreytingar teljast ekki til minna sterkustu hliða. Ég hef ekki átt þjála samvinnu við rjómasprautur. Kökur sem ekki þarf að skreyta eða eiga beinlínis að vera ófrýnilegar eru því í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi kökuflokkur einkennist af náttúrulegri fegurð hráefnisins sem fær að njóta sín án tilgerðar. Lesandinn athugi að í besta falli er þetta er mjög upphafin ímynd af hliðrun og í versta falli beisk öfund með stungulagi í garð þeirra sem búa að þeirri færni að töfra fram goðsagnakenndar bollakökur og hnallþórur með krúsindúllum.

Uppskriftin að bökunni er héðan á vef BBC og deigið í skelina er hér hjá Taste. Umsagnir þeirra sem notað hafa uppskriftirnar eru mjög gagnlegur. Það eru þær sem stýra vali mínu á vefuppskriftum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband