Indverskt karrý byggpilaf

Karrý bygg pilafÞessi byggréttur var á borðum heimilisfólksins í fyrsta sinn í kvöld. Uppskriftin er frá All Recipies. Þetta er einfaldur réttur, auðveldur í meðförum og býður upp á mikla möguleika í útfærslu. Ég skipti út Allrahanda kryddinu (Allspice) og setti í staðinn matskeið af mulinni spænski papriku (venjulegt paprikuduft) og matskeið af þurrkaðri steinselju. Það kom mjög vel út. Það er lítið karrýbragð svo þau sem vilja meiri karakter geta óhrædd bætt við það. Það er ekki ólíklegt að Indverjar sverji af sér nokkur líkindi með þessum rétti og sinni þjóðlegu matarhefð.

Á smápönnu ristaði ég strimla af ferskri papriku í heitri olívuolíu og lagði þá svo yfir pilafið í skálinni ásamt meiri þurrkaðri steinselju. Aðrir sem eldað hafa réttinn leggja til að í stað mandlna og rúsína megi setja ertur og gulrætur. Með þessu höfðum við ferskt salat að hætti hússins.

Hér kemur svo uppskrifin í mínum meðförum:

Innihald:
25 gr smjör
2 saxaðir sjalottlaukar
2 söxuð hvítlauksrif
1,5 bolli bankabygg (frá Vallanesi)
1 msk paprikuduft
1 msk þurrkuð steinselja
1/2 tsk turmerik
1/4 tsk karrý
1/2 tsk salt
1/8 tsk pipar
3,5 bollar vatn
1 kjúklingasoðteningur
1/4 bolli saxaðar möndlur
1/4 bolli rúsínur

Eldað kjöt af 2 kjúklingalærum og leggjum. Ristuð paprika í strimlum.

Aðferð:
Bræða smjörið við miðlungshita í stórri pönnu eða rúmgóðum potti. Bæta söxuðum lauk og hvítlauk ásamt byggi úr á pönnuna. Hitað í 5 mínútur og hrært oft í svo ekki festist við.
Kryddi blandað saman og svo hrært saman við byggið. Vatni helt út á, kjúklingakrafti hrært saman við. Látið malla við vægan hita í 30-40 mínútur. Síðustu mínúturnar er möndlum, rúsínum og söxuðu kjúklingakjöti bætt í pottinn og hitað með. Á meðan eru paprikustrimlar ristaðir í heitri olíu á annarri pönnu og svo lagðar yfir pilafið í framreiðsluskálinni.
Karrý bygg pilaf

 Karrý bygg pilaf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband