Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2010 | 18:53
Innsýn í listina
Listasagan er svo sannarlega spennandi, líka eftir á. Það mætti reyndar segja að lstasagan sé síkvik en ekki uppþornaður minjagripur liðinna hátiða mannsandans. Uppgötvanir, sem framfarir í tækni og vísindum færa okkur, draga fram fléttur í samhengi sem við ekki vissum af og þá þarf stundum að skrifa fræðibækur upp á nýtt.
Hér er slóð á myndbandið með fréttinni. Það gekk ekkert að setja inn "embedded" slóð.
![]() |
Dánarorsök Caravaggio upplýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 21:25
Nafnaskipti fyrir 4 dögum
Af hverju var skipt um nafn á hluta eignasafnsins fyrir fjórum dögum, samkvæmt þessari frétt á mbl. is, "Landic skiptir um nafn (sjá afrit hér fyrir neðan)
"Landic skiptir um nafn
Landic Property Ísland hefur skipt um nafn og mun nú bera heitið Reitir fasteignafélag. Í tilkynningu segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að verja íslenska starfsemi félagsins og losa um erlendar eignir og veðskuldir. Rekstur íslenska eignasafnsins sé nú tryggður og standi traustum fótum.
Reitir verða sjálfstætt félag í meirihlutaeigu íslenskra banka. Samningarnir tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll innlends fasteignasafns í sjálfstæðu félagi, að því er segir í tilkynningunni."
Ég spyr, var það gert til að koma eignum undan úr þrotabúinu?
![]() |
Landic Property gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2010 | 13:45
Dundur
Kona getur verið mjög afkastamikil þegar hún á að vera að gera eitthvað annað. Afköstin núna eru bókamerki úr afgöngum. Ég kalla þessi verk "Rifrildi" og bera þau nafn með rentu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2010 | 09:31
Allt sem segja þarf...
... um ummæli og afstöðu á borð við þá sem Robertson hefur uppi (og er því miður ekki einn um það), felst í kjarnyrtu andsvari sjónvarpsmannsin Keith Olbermann. Neðar í tenglinum er myndband með Olberman.
Hér er beinn tengill á Olberman eingöngu:
![]() |
Haíti-búar sömdu við djöfulinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.1.2010 | 21:33
Syndandi sæl og glöð

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2010 | 13:08
Námsáætlanir
Það fór eitthvað lítið fyrir því hjá mér í haust að setja inn hvaða námskeið ég tók á haustönn 2009. Nú skal bætt úr því og bætt um betur með því að gefa upp áætlanir fyrir vorið.
Á haustönninni tók ég þessa kúrsa:
Pastoral Practices and Hebrew Bible: Hér er lýsingin úr námsvísi: " An interdisciplinary dialogue between Hebrew Bible and pastoral theology with attention to intersections between the biblical text and human texts with their resulting tensions, ambiguities, and complexities, and their impact upon both biblical interpretation and ministerial practices."
The Rest of the Story: Parables and Paralles Stories. Hér lærði ég að segja bibliusögur (Biblical Storytelling) og plægði í gegnum túlkunarferlið og ritskýringavinnuna á bak við það.
The Synoptic Gospels: Þetta námskeið í Nýja Testamentisfræðum fjallaði um tilurðarsögu samstofna guðspjallanna, sérstöðu hvers um sig og ólíka úrvinnslu þeirra á sameiginlegu efn.
Visual Technologies for the Church: Hér var fjallað um notkun tölvutækni í safnaðarstarfi, farið yfir hagnýt tæknileg atriði svo sem snúrur og tengi, skjástærð og upplausn, auk hönnunar og notkun hugbúnaðar. Einnig var unnið með hugmyndafræði og guðfræðilegan grunn slíkrar vinnu.
Search for Theology of Human Rights: Genocide: Þetta var trúfræðinámskeið. Við þræddum okkur í gegnum ítarlegar bækur um þjóðarmorð, sérstaklega í Darfur, Rúanda, Armeníu og meðal gyðinga.
Á vorönn 2010 tek ég námskeið í fjarnámi. Þar útbý ég handbók til að nota með textaröð íslensku Þjóðkirkjunnar. Ég á að hanna tillögur að sjónrænum eða öðrum táknrænum miðlum til að nota í guðsþjónustu til framsetningar á innihaldi lestranna fyrir hvern sunnudag frá og með föstu til hvítasunnudags.
Hér heima tek ég 3 námskeið. Tvö eru sálgæslunámskeið hjá Endurmenntun og svo eitt hjá guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ um trúarstef í kvikmyndum.
Í ofanálag skrifa ég meistaraverkefnið við Wesley og á að skila því 30. mars.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 20:17
Fréttir
Þetta er fréttafærsla af mínum málum á nýju ári.
Ég er alkomin heim frá Bandaríkjunum. Náminu lýk ég heiman frá mér í fjarnámi og verð mér um leið úti um nokkrar einingar hér sem fluttar verða yfir á skólann í Bandaríkjunum til útskriftar. Með því að skipuleggja námið með þessum hætti komst ég fyrr heim til mín í faðm fjölskyldunnar. Einnig spara ég umtalsverðar upphæðir í skólagjöldum, húsaleigu, uppihaldi og ferðum. Þar munar um minna því við efnahagshrunið hækkaði námskostnaður minn um 50%. Það er ófyrirséð blóðtaka sem venjuleg fjölskylda ræður illa við.
Framundan er að skrifa meistaraprófsritgerðina mína þar sem sjónum verður beint að list og hirðisþjónustu á fræðasviði kennimannlegrar guðfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2009 | 22:51
Heima um jólin
Það er búið að standa til síðan í maí að ég færi heim með flugi í dag. Svo gerði hér heljarinnar snjóstorm og flug féll niður í tvo daga um helgina. Ég sá mér ekki annað óvænna en að breyta báðum flugmiðunum og fljúga heim á miðvikudaginn. Biðraðir á flugvöllunum hafa verið langar og hægfara svo ég vildi ekki eiga á hættu að komast ekki um borð vegna þess að ég fengi ekki afgreiðslu.
Hér verður ekkert hugsað um kjólinn fyrir jólin heldur bara að vera heima um jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2009 | 00:04
„Raddir jarðar“
Veggteppið, "Raddir jarðar", er tilbúið. Viðfangsefni þess er þjóðarmorð. Ég gerði það sem hluta af lokaverkefni mínu í námskeiði um trúfræði mannréttinda núna á haustönninni. Titill verksins á ensku er "Voices of the Earth".
Hugsunin er sú að þjóðarmorð brýtur niður samfélagið með voðaverkum og með þögn. Viðbrögð okkar eiga að einkennast af vitnisburði um veruleikann og sannleikann til að standa gegn tilburðum til þjóðarmorð. Ef voðaverkin hafa átt sér stað þurfum við að vitna áfram um líf þeirra sem féllu, halda á lofti virði þeirra sem manneskja og kenna um mannskilning og heimsmynd sem líður ekki tilburði til útrýmingar og kúgunar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2009 | 13:30
Frá "I save" að "We save..."
Nú verður hægt að dreifa athyglinni frá Icesave með því að snúa sér að því bjarga heiminum. Nú getum við farið að eyða orku og peningum í að halda leiðtogafund þegar Alþingi er að kikna undan því að hittast á venjulegum þingfundum
Er ekki einfaldara, fljótlegra og ódýrara að senda þessi skjöl með FedEx milli landa? Svo geta mikilmennin undirritað þau við morgunverðarborðið heima hjá sér.
![]() |
Skrifað undir í Reykjavík? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)