Allt sem segja þarf...

... um ummæli og afstöðu á borð við þá sem Robertson hefur uppi (og er því miður ekki einn um það), felst í kjarnyrtu andsvari sjónvarpsmannsin Keith Olbermann. Neðar í tenglinum er myndband með Olberman.
Hér er beinn tengill á Olberman eingöngu:

Nú segir sjálfsagt einhver á innsoginu, "Já, þarna sjáið þið hvað guðstrúin er glötuð!" Ég er nú á því að viðhorf fólks á borð við Robertson og Limbaugh hafi lítið með guðstrú að gera heldur þörf þeirra sem einstaklinga til að skýra heiminn með hugmyndafræði sem kristin trú hafnar. Kristnin hafnar afstöðunni, "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn." Jobsbók Gamla testamentisins hafnar hugmyndinni um réttlátt endurgjald því ritið gengst við því að réttlátir þjást og ranglátir blómstra. Job skorar á hólm þá hugsun hvort trúaður maður megi búast við umbun guðdómsins. Um leið veltir Job því fyrir sér af alvöru hvort guð sé í þeim bransa að dæma og eyða. Kristur var spurður hvers vegna maður nokkur væri veikur, hvort það væri vegna synda hans eða foreldra hans. Kristur tók ekki undir það. Kjarninn í viðbrögðum Jesú var ekki sá að veikindin þjónuðu æðri tilgangi heldur að hér og nú væri staður og stund til að efla lífið af virðingu við guð sem gaf það.
Þannig bregst íslensk þjóð við náttúruhamförunum á Haiti eins og hún hefur brugðist við náttúruhamförum í eigin landi. Hún sest ekki á rökstóla yfir heimspekilegum kenningum heldur tekur fram skóflurnar og brettir upp ermarnar. Hún sýnir kærleika í verki.

 


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pat er fórnarlamb trúarbragða... þú ert það líka.
Lestu nú biblíu vina... þú ert að dýrka ímyndaðan fjöldamorðingja... sem var notaður til að ógna fólki í gegnum aldirnar.. nákvæmlega eins og Pat er að gera hér.
Það er blóð í hverju skrefi hjátúar þinnar... það var ekki fyrr en menn settu mannlegt siðgæði í forsæti að menn fengu réttindi....

Lestu bókina þína, kynntu þér uppruna hennar or look silly, ekki viðhalda þessari fáránlegu hjátrú og stríðstóli

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þakka þér fyrir innlitið, Doctor E. Færslan er nú orðin lengri, var að dunda mér við að skrifa áfram eftir að ég setti tengilinn inn. Ég tel minn biblíulestur fullgildan til að hafa innistæðu fyrir því sem ég skrifa. Ég hafna því að Pat sé fórnarlamb. Þetta er afstaða sem þjónar hans heimsmynd sem ég deili ekki með honum. Mér hlýtur að vera frjálst að velja mína, sbr. tilvitnum þína í réttindi.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 14.1.2010 kl. 09:48

3 identicon

Val þitt kemur vegna sjálfselsku og sjálfsumhyggju.... þér langar að lifa að eilífu; Svikamylla trúarbragða er miklu ógeðfelldari en Nígeríusvind, ógeðfelldari en svikin í hruni íslands....
Trúarbrögðin halda lífi þínu í gíslingu, þau halda látnum og sjúkum ástvinum í gíslingu... segja að Sússi reddi málum.

Þetta er ekki þitt val, þetta er þín örvænting.... þetta er yfirnáttúrulegt Stokkhólms heilkenni

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 10:01

4 identicon

Auga fyrir auga.  Tönn fyrir tönn segir í biblíunni og er ekki hægt að taka fyrir það.  Og á mörgum stöðum er "Guð" að refsa fólki fyrir smávægilega hlut og lætur heildina finna fyrir því í staðinn fyrir að refsa hinum seku.  Já mjög svo "miskunarsamur".
Þetta er það versta sem komið hefur fyrir mannskepnuna, þessir menn sem flytja boðskapinn.  þ.e flytja hann svo að þeir græði sem mest á því.  Sjáið bara kirkjurnar alls staðar, troðfullar af íburði og glæsileika.  Til hvers
Hlustar "Guð" aðeins á þeim stöðum sem ríkidæmi er sem mest og aðeins á þá sem borga sem mest.

Þegar maður verður vitni af svona brjálæði, eins og hjá brjálæðingum eins og Robertso.  Er maður ánægður með það að vita meir en margir aðrir. 

Guð er ekki til hefur aldrei verið til og mun aldrei verða til.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:08

5 identicon

Vá hvað ég dýrka hann Olberman, algjör snillingur og svo er ekki leiðinlegt að horfa á þætti með Hannity, O'reilly og Limbaugh bulla.

Kristófer (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband