Færsluflokkur: Bloggar
19.9.2012 | 16:18
Fjöruferðir - Mas miðaldra konu (vídeóblogg)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2012 | 21:08
Rusl - Mas miðaldra konu (vídeóblogg a.k.a. vlog)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 11:44
Mas miðaldra konu - vlogg (vídeóblogg)
Það hefur verið lítil blogvirkni hjá mér síðustu vikurnar. Ég fór í axlaraðgerð, hina síðari, fyrir stuttu svo tölvuinnsláttur hefur verið óþægilegur um nokkurt skeið. Annað sem helst bar til tíðinda var fimmtugsafmælið mitt í júlí. Því fögnuðum við hjónin í London og áttum þar góða daga.
Mig hefur langað að nota vídeó sem blogg, svokallað vlog (eða vlogg upp á íslensku). Tölvuvinnsla sem byggir meira á músavinnu en innslætti en er líklega langtum tímafrekari. En mig langar líka að ná tökum á tækni og miðlum svo hér er fyrsta innleggið um "Mas miðaldra konu"
Hér er svo innlegg dagsins í dag. Það er líka vistað á DailyMotion
Áður hafði ég gert stuttan inngang, eins konar ákall sem ég setti inn á Fésbókina og bað um tillögur að viðfangsefnum á vlogginu. Það er hér fyrir neðan og er líka vistað á DailyMotion.
Bloggar | Breytt 9.10.2012 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2012 | 20:05
Fyrir blómarós
Þennan bol saumaði ég á móður mína upp úr öðrum bol og skreytti með blómum úr afskurðinum. Blómin við hálsmálið eru samanbrotnar pjötlur sem saumaðar eru fastar í brot og svo lagðar niður með þræði í höndunum. Inni í hverju blómi er lítil glerperla. Í stað þess að setja hálslíníngu renndi ég hálsmálinu í gegnum loksaumsvél stillta á rúllufald og teygði lítillega á því um leið. Þá bylgjast jaðarinn fallega. Leiðbeiningar fyrir blómaskreytinguna gefur Nina hjá Momma Go Round.
Bloggar | Breytt 5.7.2012 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 11:21
Cruise fjölskyldan og súrdeigið mitt
Það sem Cruise fjölskyldan veit ekki er að súrdeigsgrunnurinn minn heitir eftir dóttur þeirra, Suri.
Sjá fyrri færslu hér um tilurð þessarar nafngiftar hjá mér. Súrí mín hefur kraft til að lyfta brauði í bakstri og gefa því ferskt og kitlandi súrbragð þar sem náttúruleg sæta kornsins fær að njóta sín. Myndin er af byggbrauði sem ég bakaði með íslensku byggi frá Móður Jörð á Vallanesi.
Cruise með fjölskylduna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.6.2012 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2012 | 17:51
Bolabrögð aftur
Alltaf stækkar í bolasafninu mínu, aflagðir bómullarbolir sem eru orðnir stuttir og víðir eftir þvotta. Mér er sárt um textil og vil síður fleygja nýtanlegum efnum. Það heiti ég á sjálfa mig að fara aftur í gang með að breyta bol og koma flík í umferð að nýju. Hér er staflinn af aflögðum bómullarbolum sem ég hef úr að velja.
Það er mikið "trend" erlendis að endurnýta og gera nýja flík úr notuðum. Sérstaklega eru bómullarbolir vinsælir til þess. Reyndar er sumt fólk svo óforskammað að það kaupir sér nýja boli gagngert til að klippa þá upp og sauma annan. Það er svosem skiljanlegt þar sem hægt er að fá nýjan, 5XL herrabol í ammríku og sníða einhvern krúttlegan "petít" topp með hvers kyns krúsidúllum.
Ég rakst á blogg konu, The Thrifty Needle, sem saumar sér flíkur úr aflögðum bolum eiginmannsins. Sá ku vera pjattrófa hin mesta og notar ekki bol ef minnst fastur blettur hefur tekið sér þar bólfestu. Henni finnst það hið besta mál því þá fær hún meira hráefni til að vinna úr. Þetta finnst mér flott og ætla ég að nýta mér fyrirmyndina. Úr nógu er að moða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2012 | 21:38
Stúdent
Það var stúdentsútskrift á heimilinu um helgina. Yngri sonurinn, Elías, lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands með sóma og hyggur á eðlifræðinám við HÍ í haust. Þetta var fallegur gleðidagur og erum við foreldarnir hreykin af þessum prýðispilti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2012 | 12:15
Sjónvarpsefni um brauð og bakstur
Ástríðufullt sjónvarpsefni um brauð og bakstur er nærandi afþreying í marga staði.
Fyrst er það Raymond Blanc, svo Michel Roux og loks ómótstæðilegt sætabrauð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2012 | 07:39
Súr í krús á gelgjuskeiði
Það ku vera hefð fyrir því að gefa súrdeigsvakanum sínum nafn. Minn heitir Súrý, fullu nafni Súrýkrús, eftir dóttur leikarahjónanna Katie Holmes og Tom Cruise. Sú heitir Sury Cruise.
Súrý tók eitthvert gelgjukast og hafði myndað gráa, loðna mottu á yfirborðinu þegar ég tók hana út úr ísskápnum í gær til að mata hana. Ekki seinna vænna, síðasti dagur mottumars. Svo var kominn vottur af própanól lykt. Ég skóf snyrtilega af yfirborðinu, fleygði því og hélt eftir sem nam einni teskeið neðst af botninum. Setti það í hreint glas og mataði á rúgi og vatni. Lyktin var farin í morgun. Sjáum hvað Súrý gerir ef ég mata hana tvisvar á dag næstu dagana og set hana svo í ísskápinn.
Stóra málið er hvað breyttist fyrst súrinn tók stefnuna á þessa sjálfstortímingu. Um síðustu helgi færði ég krukkuna til í ísskápnum og setti hana á hlýrri stað eftir að hafa lesið um kjörhitastig súrdeigsvaka í ísskápum. Ég hafði geymt súrinn við 3-4°C en færði hann efst þar sem eru 8-9°C. Ég sá að hann þroskaðist hægar og líklega mátulega við lægra hitastigið en vildi hlusta á mér reyndara fólk. En framvegis verður Súrý sett nánast á ís, geymd í neðstu hillu ofan við ávextina sem ættu kannski frekar að fara í efstu hilluna. Ég hef aldrei mælt hitastigið í ísskápnum svo nákvæmlega en komst að því núna að mjólkin þarf að fara neðar. Hún hefur verið í næstefstu hillunni þar sem eru 7°C en ætti samkvæmt pakkningunum að geymast við allt upp að 4°C.
Þetta eru kannski algjörar ekkifréttir fyrir flesta en þetta færi ég hér til bókar fyrir sjálfa mig ef eitthvað kemur upp á aftur. Alla vega, hún Súrý mín plumar sig ekki á háu hælunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2012 | 13:49
Fleiri prufur
Enn sauma ég prufur fyrir verkið sem ég vinn við núna, sama og síðasta færsla fjallaði um. Á þessu stigi málsins snýst það um að finna bestu aðferðina við að setja saman myndflötinn þar sem ég þarf að sauma inn í hann margar mjóar ræmur. Hrifnust er ég af áferðinni á bleiku prufunni en þar sem þetta verða nokkuð margar ræmur, er ég að velta fyrir mér að leggja þær sem skáband inn í saumana í stað þess að sniða þær sérstaklega. Ég þarf aðeins að sofa á þessu og líklega að gera aðra prufu eins og þessar með fjólubláu og grænu stykkjunum en hafa ræmurnar sérsniðnar og teikna þær þá þannig inn á sniðteikninguna. Vel á minnst, þá þarf ég eiginlega að gera nýja sniðteikningu líka. Áður en ég hefst handa finnst mér þessi vinna eiga skylt við það að bera sólskin í húfum. En það er bara áður en ég byrja. Um leið og ég er byrjuð hverfur allur svona fyrirsláttur og verkið hefur sinn gang.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)