9.10.2012 | 07:31
Labbrabb nr. 1 - Mas miðaldra konu (vídeóblogg)
Lífsviskan er hér í essinu sínu, hugleiðingar á gönguför. Það hefur orðið dráttur á að ég setji þetta myndband hér inn og eins gott að drífa í því þar sem nýtt vlogg er væntanlegt í vikunni. Njótið og takið mark á mér: farið út að ganga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2012 | 16:18
Fjöruferðir - Mas miðaldra konu (vídeóblogg)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2012 | 21:08
Rusl - Mas miðaldra konu (vídeóblogg a.k.a. vlog)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2012 | 11:44
Mas miðaldra konu - vlogg (vídeóblogg)
Það hefur verið lítil blogvirkni hjá mér síðustu vikurnar. Ég fór í axlaraðgerð, hina síðari, fyrir stuttu svo tölvuinnsláttur hefur verið óþægilegur um nokkurt skeið. Annað sem helst bar til tíðinda var fimmtugsafmælið mitt í júlí. Því fögnuðum við hjónin í London og áttum þar góða daga.
Mig hefur langað að nota vídeó sem blogg, svokallað vlog (eða vlogg upp á íslensku). Tölvuvinnsla sem byggir meira á músavinnu en innslætti en er líklega langtum tímafrekari. En mig langar líka að ná tökum á tækni og miðlum svo hér er fyrsta innleggið um "Mas miðaldra konu"
Hér er svo innlegg dagsins í dag. Það er líka vistað á DailyMotion
Áður hafði ég gert stuttan inngang, eins konar ákall sem ég setti inn á Fésbókina og bað um tillögur að viðfangsefnum á vlogginu. Það er hér fyrir neðan og er líka vistað á DailyMotion.
Bloggar | Breytt 9.10.2012 kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2012 | 17:12
Heimalöguð pizzasósa
Í vikunni áskotnuðust mér tvö kíló af smáum plómutómötum. Úr þessu urðu 1.100 grömm af heimalagaðri pizza- og pastasósu sem ég frysti í 150 gramma skömmtum, mátulegir hver um sig á einn stóran pizzabotn. Uppskriftin er héðan.
Aðferð:
Hitið ofninn í 150 gráður. Skerið tómata í tvennt og leggið með skinnið niður í ofnskúffu eða á bökunarplötu. Athugið að skúffan/platan má ekki vera úr áli því sýrurnar í tómötunum verka með álinu á óheppilegan hátt. Það auðveldar þrif að setja bökunarpappír á plötuna undir tómatana.
Penslið tómatana með olíu, stráið kryddi yfir og bakið í ofninum í 30 mínútur. Dreifið þá óflysjuðum hvítlauksrifjum yfir tómatana og bakið áfram í 30 mínútur. Takið úr ofninum, dreifið ferskum basilikublöðum yfir, látið kólna og maukið svo í kvörn eða með kartöflustappara. Sósan geymist í ísskáp í allt af fjóra daga.
Hlutföll (þessi skammtur nægir á tvær stórar pizzur):
300 grömm tómatar
2 msk olívuolía
2 tsk þurrkað oregano
1 tsk þurrkað timían
salt og pipar eftir smekk
3 hvítlauksrif
Fersk basilika, lúkufylli
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 20:05
Fyrir blómarós
Þennan bol saumaði ég á móður mína upp úr öðrum bol og skreytti með blómum úr afskurðinum. Blómin við hálsmálið eru samanbrotnar pjötlur sem saumaðar eru fastar í brot og svo lagðar niður með þræði í höndunum. Inni í hverju blómi er lítil glerperla. Í stað þess að setja hálslíníngu renndi ég hálsmálinu í gegnum loksaumsvél stillta á rúllufald og teygði lítillega á því um leið. Þá bylgjast jaðarinn fallega. Leiðbeiningar fyrir blómaskreytinguna gefur Nina hjá Momma Go Round.
Bloggar | Breytt 5.7.2012 kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 11:21
Cruise fjölskyldan og súrdeigið mitt
Það sem Cruise fjölskyldan veit ekki er að súrdeigsgrunnurinn minn heitir eftir dóttur þeirra, Suri.
Sjá fyrri færslu hér um tilurð þessarar nafngiftar hjá mér. Súrí mín hefur kraft til að lyfta brauði í bakstri og gefa því ferskt og kitlandi súrbragð þar sem náttúruleg sæta kornsins fær að njóta sín. Myndin er af byggbrauði sem ég bakaði með íslensku byggi frá Móður Jörð á Vallanesi.
Cruise með fjölskylduna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.6.2012 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2012 | 17:51
Bolabrögð aftur
Alltaf stækkar í bolasafninu mínu, aflagðir bómullarbolir sem eru orðnir stuttir og víðir eftir þvotta. Mér er sárt um textil og vil síður fleygja nýtanlegum efnum. Það heiti ég á sjálfa mig að fara aftur í gang með að breyta bol og koma flík í umferð að nýju. Hér er staflinn af aflögðum bómullarbolum sem ég hef úr að velja.
Það er mikið "trend" erlendis að endurnýta og gera nýja flík úr notuðum. Sérstaklega eru bómullarbolir vinsælir til þess. Reyndar er sumt fólk svo óforskammað að það kaupir sér nýja boli gagngert til að klippa þá upp og sauma annan. Það er svosem skiljanlegt þar sem hægt er að fá nýjan, 5XL herrabol í ammríku og sníða einhvern krúttlegan "petít" topp með hvers kyns krúsidúllum.
Ég rakst á blogg konu, The Thrifty Needle, sem saumar sér flíkur úr aflögðum bolum eiginmannsins. Sá ku vera pjattrófa hin mesta og notar ekki bol ef minnst fastur blettur hefur tekið sér þar bólfestu. Henni finnst það hið besta mál því þá fær hún meira hráefni til að vinna úr. Þetta finnst mér flott og ætla ég að nýta mér fyrirmyndina. Úr nógu er að moða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2012 | 21:38
Stúdent
Það var stúdentsútskrift á heimilinu um helgina. Yngri sonurinn, Elías, lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands með sóma og hyggur á eðlifræðinám við HÍ í haust. Þetta var fallegur gleðidagur og erum við foreldarnir hreykin af þessum prýðispilti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 15:34
Rjómaostakökuklúbbur
Í gærkvöldi hittist nýr rjómaostakökuklúbbur heima hjá mér í fyrsta sinn og borðaði heimabakaða rjómaostaköku. Slíkar kökur eru mitt eftirlæti, sjaldfengnar hér á landi enda engu líkar. Það er ekki þrautinni þyngra að baka þær en samt hefur aðeins búðingsættað rjómaostakrem með matarlími náð að festa sig í sessi á kökuborðum landsmanna.
Ég bauð upp á New York ostaköku með jarðaberjamauki og rann hún ljúflega niður yfir spjalli um framtíðardrauma þessa metnaðarfulla kökuklúbbs. Planið er að reyna sig við hinar ýmsu bökuðu rjómaostakökur sem við skiptumst á að baka og bjóðum svo hinum í klúbbnum upp á að smakka. Aðeins er bökuð ein kaka fyrir hvern fund og hún verður að duga hvort sem hún lukkast eður ei. Það er enn laust pláss í hópnum og vona ég að okkur takist að fylla sætin sem takmarkast af því hversu mörgum ein kaka dugar því ekki stendur til að leggja stórbakstur á þátttakendur.
Myndin er af minni köku. New York kakan er algjör grunnur, einföld að innihaldi, látlaust hnossgæti fyrir hreintrúaða aðdáendur rjómaosts.