Á ráðstefnu í Richmond

SamvinnaÉg sit hér í kulda og nánast trekki í Richmond í Virginia. Þar er ég stödd á ráðstefnu Howie center um vísindi, list og guðfræði. Gestahúsið er örugglega ekki kynt og ég skil alls ekki hvernig fólk fer að hérna. Eftir klukkutíma byrja fyrirlestrarnir og hin nýuppgerða ráðstefnubygging er eins og frystihús. Ég verð álíka ósmart og við innsetningu forsetans á þriðjudaginn. Ég er lí opapeysu og með rúmteppi sveipað um mig.

Í gærkvöldi var sett upp listaverkið sem ég hef verið að vinna að með kennara mínum og einum samnemanda. Ráðstefnugestir gátu mætt í vinnustofu til þess og kom þátttökufjöldinn á óvart. Meira af því seinna. Skólinn, Union Theological Seminary, er staðsettur í einhverju úthjara úthverfi og það er ekki svo mikið sem kaffibolli í göngufæri í morgunkulinu. Aðframkomin lagði ég í leiðangur um húsið og fann eldhús sem lumaði á tepakka inni í skáp svo ég gat fengið mér tebolla. Nú er kominn tími á annan því ég er farin að skjálfa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband