21.1.2009 | 12:43
Láttu þér ekki verða kalt
Ég ólst upp við umvöndunina, "Láttu þér ekki verða kalt". Ég hafði þær áhyggjur einar af klæðaburði nýju forsetafrúarinnar að henni yrði ekki nógu hlýtt í þessum sparifötum. Maðurinn hennar fékk þó að hafa trefil. Grínlaust, þá var úlpuveður með húfu og vettlingum hér í DíSí í gær. Hún hefði verið fullsæmd að dressi frá 66°N, forsetafrúin. Ég stend við það. Þið sjáið bara útganginn á mér á myndunum. Mér veitti ekkert af gammósíum, síðbuxum, fóðruðum vindbuxum, tvennum sokkum, peysu, lopapeysu, herðaskjóli, trefli, húfu og vindheldum vettlingum - enda kannski ekki á leið í Hvíta húsið. Samt er ég komin með hósta. Frú Obama er sennilega lögst í rúmið.
Klæðnaður Michelle Obama umdeildur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.