27.12.2007 | 11:53
Toblerone án Toblerone
Ég áttaði mig á því að jólahefð hefur ekki komist á fyrr en einhver í fjölskyldunni segir, "verður ekki svona eins og venjulega". Þannig er það með eftirrétt aðfangadagskvölds á þessu heimili. Ég áttaði mig líka á að sú hefð hvílir á margfaldri vöntun:
1. Aðalhráefnið er ekki fáanlegt.
2. Ég kann ekki uppskriftina og þarf alltaf að leita að henni.
3. Ég tel mig alltaf eiga það sem þarf þegar ég ætla að búa hann til en kemst að raun um að svo er ekki þegar ég hef fundið uppskriftina.
4. Ég fer ekki eftir uppskriftinni þegar ég hef fundið hana frekar en öðrum uppskriftum, hvort heldur þær eru um matreiðslu eða önnur fyrirbæri í lífinu.
Þar sem ég lagði ekki í að taka til i geymslunni á Þorláksmessu til þess að finna eina uppskrift leitaði ég á Netinu en fann hana aðeins á útrunninni vefsíðu sem kom ekki upp. En þar sem Netið er eins og svarthol sleppir það engu frá sér sem einu sinni hefur ratað þangað inn. Með því að sækja afrit síðunnar í óravíddum sýndarheimsins gat ég sparað mér björgunarleiðangur í neðri kjallara fjölbýlishússins. Til að gera aftur aðgengilega uppskrift að því sem ekki er lengur til ætla ég að setja hana hér inn í minni útfærslu: Uppskrift að Tobleronerýru Toblerone-pæ
Ég lýsi hér með eftir bláu Toblerone sem ég er reiðubúin að greiða fyrir með nánast hverju sem er.
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=jXLn5d6XYTc
Það er sannarlega ekki auðvelt að finna þetta bláa, fyllta Toblerone á netinu, hvað þá í búðum sem senda það. Á heimasíðu Toblerone er talað um að smekkur í hverju landi ráði því hvort tiltekið súkkulaði sé fáanlegt. Þannig að í þessu skerðu þig úr fjöldanum, Ólöf.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 11:19
Skera mig úr? Kemur það nokkuð á óvart?
Snilld þetta vídeó, bæti því við færsluna. Takk!
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 29.12.2007 kl. 13:51
hver fóru svo leikar?
SM, 30.12.2007 kl. 00:14
hvernig...meinti ég...
SM, 30.12.2007 kl. 00:14
Leikar fór á hinn eina færa veg, Toblerone-pæ án Toblerone.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.12.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.