Nálgast jólin, búinn skólinn

HáskólatorgÞað var ekki seinna vænna að mér tækist að fara inn á hið nýja Háskólatorg áður en ég lyki námi. Síðasta prófið mitt var í dag og á meðan ég beið þess að vera sótt fór ég inn í glerhöllina, kíkti í bóksöluna og fékk mér djús. Húsið er búið að vera í byggingu mest allan námstíma minn með tilheyrandi sprengingum, vélagný og flæktum aksturs- og gönguleiðum.Peysuföt

Sjálf er ég gamaldags sál í byggingarmálum, sakna flúraðra loftalista, bólstraðra sóffa og lífrænna forma. Mig svíður undan tilhugsuninni um húsarif í hundrað og einum og sakna gamla Þjóðminjasafnsins. Verst þykir mér að passa ekki lengur í peysufötin mín til að vera í við útskriftina í febrúar. En á þessum bæ stóð aldrei til að fara í kjól fyrir jól og ætla mér ekki að fá kveisu vegna peysu. Málið er heldur ekki svo einfalt. Hún langamma mín sem átti búninginn var lægri vexti en ég svo peysan nær mér ekki nema rétt niður fyrir bringspalir. Annars langar mig svolítið til að uppfæra peysuna og toppa menntamálaráðherra sem  mætti í stuttermabol við upphlutinn þegar Þjóðminjasafnið var opnað eftir breytingar. Hver veit nema ég saumi nýja peysu við pilsið, "a la art quilting". Ég er ekkert endilega svo íhaldssöm!

Fróðleikur um íslenska kvenbúninga frá Elsu E. Guðjónsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

já hvernig væri það, verður örugglega flott.

Sylvía , 22.12.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gleðileg jól Ólöf og til hamingju með próflokin !

Sunna Dóra Möller, 22.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband