9.12.2007 | 11:16
Sök bítur sekan
Höfum við ekki kallað þennan vanda yfir okkur og súpum nú seyðið af "hnattvæðingunni"? Vestræn fyrirtæki hafa unnvörpum flutt framleiðslu sína úr landi til ódýrari framleiðslusvæða. Hvernig fara þau svæði að því að halda niðri framleiðslukostnaði? Jú, sum hver með bágum aðstæðum, þrældómi barna og fullorðinna og lágum launum. Nýlega kom í ljós að sumar leikfangaverksmiðjur í Kína nota innihaldsefni sem hafa verið bönnuð á Vesturlöndum, bara til að ná niður kostnaði. Og af hverju vilja þessar lágvöruverðsverksmiðjur halda niðri framleiðslukostnaði? Jú, til að fá pantanir frá vestrænum birgjum.
Sjálf er ég mjög tortryggin gagnvart matvöru á sjokkprísum og kaupi þær ekki. Sleppi frekar munaði í staðinn.
Varhugaverðar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú átt ekkert val. Það skiptir varla máli hvað þú kaupir allt er þetta framleitt á eins ódýran máta og mögulegt er. Síðan ert þú látin borga mörg þúsund prósent álagningu til að halda ballinu áfram. Hættu að drekka kaffi eða te því þar sem svínaríið alveg rosalegt. Hættu að kaupa fataefni sem eru framleidd í Asíu þar er svínaríið alveg geggjað og hættu að kaupa rafmagnsvörur því á þeim er líka okrað.
Björn Heiðdal, 9.12.2007 kl. 12:20
Ætli ég sé ekki bara að róa mig með sjálfsblekkingu. Næsti kostur er afturhvarf til hellismenningarinnar.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 9.12.2007 kl. 14:13
Veljum íslenskt. Ef það er hægt.
Heidi Strand, 9.12.2007 kl. 19:30
eða norskt
Heidi Strand, 9.12.2007 kl. 19:31
ja ef madur aetladi ad taka thetta alla leid thyrfti madur ad bua allt til sjalfur bara...
SM, 16.12.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.