Kvenföt hönnuð af konum?

Hverjum datt yfirhöfuð í hug að halda því að konum að ganga í óhentugum, háhæluðum, támjóum skóm sem getur verið hættulegt að keyra í? Hverjum datt í hug að hanna kvenföt sem hafa ekki vasa og svo þröng pils að varla er hægt að ganga upp stiga í þeim, hvað þá að príla upp í jeppa? Eitthvert mesta dragakkeri á konur eru þessar líka hlussustóru kventöskur sem allt kemst í og þar með allt fer í.

Mér hverfur ekki úr minni fína konan sem var sótt á hárgreiðslustofuna á jeppanum. Hún gekk út í hælaskónum sínum og bosmamiklum pels með fáguðu fasi, opnaði jeppadyrnar og hóf svo fjallgöngu inn í bílinn. Þegar hún hafði hálfpartinn lagst í framsætið voru fæturnir frá jörðu og rassinn út í loftið um opnar dyrnar. Í þessari stellingu sneri hún sér til hliðar til hálfs, greip um handfangið fyrir ofan dyrnar, togaði sig upp og náði þá loksins að tylla tánni á stigbrettið til að spyrna sér inn í bílinn.

Eftir þetta vissi ég ekki hvort mig langaði síður í pels eða jeppa. En nú er ég á jeppa og á engan pels enn svo vandamálið hefur ekki þurft að koma til úrlausnar á þessum bæ.


mbl.is Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Nú glotti ég ... Þetta var skemmtilega myndræn lýsing, ég sá þetta alveg fyrir mér :-)

Einar Indriðason, 7.12.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Heidi Strand

Gott við höfum mismunandi þarfir, það er betra fyrir umhverfið.

Heidi Strand, 7.12.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Sylvía

Sylvía , 8.12.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband