Tólatækni 1

Að nota skurðarhnífHér eru leiðbeiningar um notkun skurðarhnífs í bútasaumi. Hvort þetta eru skiljanlegustu leiðbeiningarnar skal ósagt látið. Aðalatriðið er að passa puttana á sér því hnífurinn fer fyrirstöðulítið í gegnum merg og bein. Það þarf að viðhafa ýmsar öryggisreglur, s.s. að loka hnífnum eftir hvern skurð, hafa ekki fingur niðri á efninu sem verið er að skera og geyma hnífinn þar sem börn eða forvitnir gestir sjá hvorki né ná til. Mér finnst afar þægilegt að nota hann og nota hann mikið til að skera tau fríhendis án reglustiku eða skapalóna. Myndaræman efst á blogginu er úr veggteppi eftir mig þar sem þannig er skorið og saumað fríhendis.

Þetta lærði ég af vefsíðu Alison Schwabe og hef sett tengil inn á leiðbeiningar hennar þar og hér til hliðar. Fyrir fólk sem lifir og hrærist klippt og skorið inni í ferningslaga blokkum kann þetta að virðast ógnvekjandi en ef viðkomandi finnst tímabært að rífa af sér helsið þá er þetta lífið! Aðferðin er viðráðanleg. Það hef ég sannreynt því ég hef kennt þetta á námskeiði og öðrum tókst að læra þetta þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband