Aðlögun atvinnulífsins

Er atvinnulífið tilbúið að aðlaga sig því að fólk hafi skerta starfsorku? Er atvinnulífið reiðubúið að taka upp sveigjanleika svo fólk sem ræður ekki við formúluna ((9-->5)+yfirvinna+helgar) geti verið á vinnumarkaði? Eru atvinnurekendur fúsir að draga úr vinnuhörkunni?

Það er nánast hending að hægt sé að fá hlutastörf sem skipulögð eru sem hluti úr vinnudegi. Helst er hægt að semja um lægra starfshlutfall sem felst í færri vinnudögum og þá helst við afgreiðslustörf en þá þarf samt að vinna fullan vinnudag í senn. Endurhæfing er ekki svarið fyrir alla því sumir þurfa hreinlega nýmenntun en við skólavist fellur ýmislegt niður sem gerir öryrkjum kleift að framfleyta sér og fjölskyldum sínum á meðan. Það vantar að byggja inn aðlögun.

Ég hef minnstar áhyggjur af bótasvindli. Svindlarar eru og verða alltaf til. Þeir eru líka meðal eigenda og stjórnenda fyrirtækja. 


mbl.is Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

akkúrat, þetta síðasta, það gleymist stundum að þeir sem leika á kerfið eru oft stórfiskarnir...

Sylvía , 28.11.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband