22.11.2007 | 16:12
Hvað heitir heita vatnið?
Heita börn þá ekki neitt samkvæmt skilningi dómsmálaráðuneytisins nema beitt sé til þess opinberum gjörningi? Börnunum mínum var gefið nafn strax við fæðingu og voru nefnd því nafni alla daga upp frá því. Nöfnin þeirra voru rituð með það sama á vöggurnar þeirra á sængurkvennadeildinni, ekki af okkur foreldrunum, heldur starfsfólkinu sem vísaði ekki til barnanna okkar með númerinu á stofunni minni og rúmi þegar um var rætt (3:2), heldur eiginnafni barnsins sem stóð á merkispjaldinu. Það þótti mér vænt um.
Það er svo annar handleggur hvaða leið er farin til að koma því nafni lögformlega á pappíra í opinberum skrám. Mér finnst miður ef foreldrar trassa það að tilkynna nöfn barna sinna opinberlega. Það er eins og sjálfstæði barnsins í samfélagi mannanna og sérstaða með mannvera sé ekki viðurkennd. En þetta virðist ekki vera mikið vandamál lengur eftir að tímamörk voru sett þar á svo nú eru aðeins 3.7% barna ónefnd við 6 mánaða aldur.
Börnum sem fá nafn við skírn í þjóðkirkju fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það hljóti að vera barninu fyrir bestu að fá nafnið sitt sem allra fyrst. Ég skil ekki alveg foreldra sem eru að laumupúkast með nafnið í nokkra mánuði, jafnvel máta það við barnið. Þetta er eitthvað á að vera hægt að afgreiða fljótt. T.d. á Ítalíu ber foreldrum skylda til að nefna barnið strax eftir fæðingu, ferð ekki með nafnlaust barn heim.
Andrea (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:20
Alvarlegast er að ráðuneytið sendir frá sér þetta orðalag. Þetta snýst um að fólk getur valið um að skrá barn sitt sjálft, eða biðja prest/forstöðumann trúfélags að gera það, yfirleitt í tengslum við skírn eða blessunarathöfn.
Snýst sumsé ekki um skírn heldur skráningu. Ég gaf mínum börnum líka nafn við fæðingu og sá sjálf um skráningu þess yngri. Eigi að síður voru báðir skírðir.
Adda Steina (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:28
Það náttúrulega vekur spurningar um faglegan trúverðugleika ef stofnanir þekkja ekki til hugtakaskilnings málaflokkanna sem þær fjalla um.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 22.11.2007 kl. 18:13
Í Noregi verður nafn barns að vera á fæðingarvottorði. Dóttir okkar var skírð öðru nafni en því sem hún var nefnd fyrst. Ég held að hún heiti því nafni sem er á fæðingarvottorðinu í norsku þjóðskránn.
Heidi Strand, 22.11.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.