Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur

 Taser byssa

Ef íslenska lögreglan tekur upp notkun á þessum byssum eins og rætt hefur verið undanfarið eiga lögreglumenn sem bera þær að gangast undir prófun á þeim á sjálfum sér eins og gert er með piparúðann sem þeir bera í dag. Ef slík prófun er talin ógna öryggi þeirra þá held ég að spurningin um rafbyssurnar svari sér sjálf.

Upplýsingar af Wikipedia um rafbyssur. 


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dvergur

Íslenskir lögreglumenn gangast undir ýmiskonar þrek og þolpróf. Þeir eru því mun líklegri til að þola þessi tæki. Einstaklingur út í bæ sem missir sig af einhverju ástæðum ber ekki með sér ef hann er veikur fyrir.

Helvíti hart ef það verður bara látið koma í ljós. það er augljóst að þetta er stórhættulegt tól og lífshættulegt í mörgum tilfellum, of mörgum ef ég yrði spurður.  

dvergur, 15.11.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Getið þið ímyndað ykkur íslensku sumarlögregluna með þessar stuðbyssur niður í miðbæ um helgar...það væri sjón að sjá...allir í stuði

Jón Þór Ólafsson, 16.11.2007 kl. 08:44

3 identicon

Þessar rafbyssur hafa verið notaðar á nautgripi þegar verið er að reka þá í dauðann. Dýralæknar vilja banna notkun þeirra. Það er siðlaust með öllu að nota þetta á dýrin.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband