Amma þín hvað?

Granny, Kerry SaccoStund sannleikans rann upp fyrr í vikunni. Ég heimsótti unga vinkonu mína og fór með henni á leikskólann að sækja dóttur hennar. Þegar við voru á leiðinni út mætti ég skólasystur minni frá unglingsárunum í dyrunum. Árin síðan við sáumst síðast eru í tugum talin. Við heilsuðumst og hún spurði: "Ert þú amma hér?"

Ég stend fyrir framan spegilinn og svekki mig á því að varaliturinn rennur alltaf út í línurnar í kringum munninn og að augnskugginn sest í grunnu fellingarnar við augun. Ég furða mig á því að það sjáist í hár í nösunum á mér en verð að viðurkenna að þrátt fyrir afneitunina hef ég litið á verðmiðann á hillunni með nefháraklippunum.

Er hægt að fara í nefháravax?

Teikningin er eftir Kerry Sacco og er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Íslenskar og norskar ömmur eru svo unglegar.

Heidi Strand, 17.11.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband