Laufeyjarlykill

Laufeyjarlykill Primula vulgaris ssp sibthorpiiÞennan Laufeyjarlykil fékk ég gefins úr öðrum garði í Reykjavík sumarið 2019. Þá hafði plantan lokið blómgrun. Hún var komin í fullan blóma í byrjun maí 2020 og hafði þúfan stækkað töluvert við sig. Ég sé því fram á að geta skipt henni í haust. Hún er það eina sem blómstrar svona snemma hjá mér eins og er því væri gaman að sjá hana víðar í litla garðinum.

Laufeyjarlykill er af ætt Maríulykla og ber fræðiheitið Primula vulgaris ssp. sibthropii. Á vef grasagarðs Akureyrar segir að plantan henti í steinbeð, fjölæringabeð og kanta. Hún myndar knúppa á haustin sem bíða svo blómgunar fram að hlýjum vordögum. Skipta má plöntunni á haustin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband