Plöntur í garðinum - 1

Við erum að koma okkur upp garði í kjölfar þess að við fengum upp skjólgirðingu. Þó ég kunni nöfn á nokkrum blómum í íslenskri náttúru treysti ég mér ekki til að muna hvað plöntur í garðinum okkar heita þegar fá líða stundir. Við lögðum upp með þá áætlun í fyrst hluta að fá nokkrar sígrænar plöntur og eitt lágvaxið tré sem hentar í litla garða.

Það komst snemma á hreint að tréð skyldi vera koparreynir, (Sorbus koehneana). Plantar var keypt hjá Gróðrarstöðinni Mörk sem lýsir henni svo: Harðgerður, runnkenndur og fíngerður. Hvít ber að hausti, gulir og rauðir haustlitir. Plantan blómgast í júlí. Full hæð: 200-400 cm. Myndin er frá Mörk.
Koparreynir

 

Aðrar plöntur eru þessar:

Garðaýr "Farmen", (Taxus x media 'Farmen'). Plantan var keypt í Gróðarstöðinni Mörk sem lýsir henni svo: Sígrænn, breiðvaxinn runni. Þarf skjólgóðan stað. Skuggþolinn. Þrífst vel í grónum garði. Full hæð: 60-150 cm.
Garðaýr Farmen

Kínaeinir "Wilhelm pfitzeriana", (Juniperus chinensis 'Wilhelm pfitzeriana').
Kínaeinir Wilhelm pfitzeriana

Skriðmispill, (Cotoneaster adpressus). Plantan var keypt í Gróðarstöðinni Mörk sem lýsir henni svo: Fremur harðgerður. Fallegir haustlitir og rauð aldin (ber). Hentar best í fremur sendnum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Blómgunartími: júní til júlí. Full hæð 20-50 cm.
Skriðmispill

Fyrir áttum við nokkrar plöntur sem staðið hafa í kerjum síðan við fluttum. Þetta eru:

Kínablóm (Astilbe chinensis). Plantan var keypt hjá Gróðarstöðinni Storð árið 2017. Þar er henni lýst þannig: Þrífst vel í hálfskugga á hlýjum stað. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Þolir illa að þorna alveg. Myndar fallega brúska. Blómgast í ágúst-september. Full hæð 50-60 cm.
Kínablóm

 

Blárifs "Perla"
Blárifs


Japanskvistur "Little princess".

Japanskvistur


Birkikvistur

Birkikvistur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband