Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2008 | 13:53
Á veginum
![]() |
Slegist um smáhýsi götufólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 04:37
Skreytum hús... tra, la, la

Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2008 | 01:06
Lokaspretturinn
Nú eru aðeins tvær vikur eftir af önninni og þá fer ég beint heim til Íslands í jólafrí. Það er mígrútur af verkefna- og ritgerðaskilum í síðustu vikunni auk þess sem ég tek eitt lokapróf og eitt heimapróf. Ég er búin að skrifa öll verkefni og ritgerðir nema eina 5 síðna og svo þarf ég að lesa fyrir prófið. Það verður mánudaginn 8. des og er í sálgæslu. Við erum ekki öll eins hrifin og kennarinn af því að hafa lokapróf sem er kunnur að því að hafa þau strembin. Daginn eftir á ég að skila einu ritgerðinni sem ég á eftir að skrifa. Ég ætla að reyna að klára hana á næstu tveimur dögum. Sú er í öðrum sálgæslukúrsi.
Ég skilaði lokaverkefninu fyrir skólakórinn fyrir mánuði þó þess þyrfti ekki fyrr en í lokin svo síðan hef ég bara sungið af hjartans lyst.
Á mánudaginn skila ég "Annarloka sjálfsmati" í sálgæslunni ásamt bókarýni og leiði umræðu í þeirri kennslustund. Þau skjöl eru bæði tilbúin. Þá er bara prófið eftir.
Lokaritgerð og lokaverkefni fyrir leiklistina á að skila inn 11. desember. Þau er ég bæði búin með og ætla að skila þeim viku fyrr því sennilega þarf ég að fá frí í síðasta tímanum til vinna á verkstæði eins prófessorsins míns að innsetningunni okkar á listaverki hennar í janúar. Lokaverkefnið mitt gengur út á samþættingu sálgæslu og leiklistar í praksís þar sem lögð eru drög að eiginlegri framkvæmd.
Þá er það teikninámskeiðið. Ég er búin með verkefnið fyrir næstu viku og er hæstánægð með það. Þá er bara eitt eftir. Það tekur mig einn dag að gera það svo ég ætti að gert það daginn fyrir síðasta tímann þann 10. desember. Þó er betra að byrja á því fyrr svo það sé hægt að hvíla sig. Þetta verður sjálfsmynd sem ég á að teikna. Við eigum bara að skila öllum teikningunum okkar og ákveða einkunnina í samráði við prófessorinn. Það ferli verður áhugavert.
Heimaprófið er fyrir okkur útlendingana. Ég fékk það í vikunni sem leið og á að skila því 12. desember. Prófið er afspyrnu asnalegt, s.s. "Útskýrðu hugmyndina um menningu sem borgarísjaka og nefndu dæmi". Ég er í námi á meistarastigi, takk fyrir og afsakið kaldhæðnina.
Loks er það hitt sálgæslunámskeiðið. Þar er ég að vinna textíllistaverk sem er mín guðfræði sköpunargáfunnar og ritgerðin á svo að útlista verkið nánar og rökstyðja staðhæfinguna. Saumavélin sem ég fékk lánað hefur valdið mér táknrænum höfuðverk og einlægu svekkelsi. Hún vinnur vattstungu mjög illa svo ég er hálf bjargarlaus að ljúka því fyrir annarlok. Ég veit um bakdyraleið en hef aldrei gert það þannig svo nú reynir á sköpunargáfu mína bókstaflega.
Myndirnar eru af tækifæriskortum sem ég hef unnið upp úr endurvinnslutunnum hér í skólanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 21:22
Svört jól
Fataverslanir hafa áhyggjur af því að fólk verði klæðlítið um jólin vegna þess að ekki hefur fengist gjaldeyrisheimild til að flytja inn fatnað samkvæmt frétt af vefsíðu RÚV í dag. Mig grunar að fyrr muni grísir fljúga en að það vanti spariföt á Íslendinga. Fataverslanir hafa árum saman verið fullar af sama "concepti" og fataskáparnir heima hjá okkur, þ.e. fullir skápar ef engu til að fara í. Hvað þarf ein manneskja að eiga margar svartar buxur, hversu marga svarta boli þarf að eiga til skiptana svo ekki sé nú talað um svört stígvél og svarta, stutta kjóla. Ég veit ekki betur en flestar konur eigi svarta stuttjakka sem ganga við allt og varla hafa þeir allir náð að slitna á olnbogunum. Það hlýtur að vera eitthvað til í skápunum.
Við hin sem höfum ekki haldið uppi hugmyndasnauðum tískujöfrum Íslands í góðærinu förum í sama kjólinn fyrir jólin og við höfum gert undanfarin fimm ár þrátt fyrir góðærið. Það setur ekki að okkur ugg og ótta, mikla angist og ekkasog. Nú er lag fyrir þotuliðið að opna nytjamarkað fyrir merkjafatnaðinn sinn. Þið hin, passið ykkur bara að troðast ekki undir í búðarslagnum um síðustu svörtu brókina hjá NoSmartCo.
Frétt RÚV er hér neðar
Innskot 30. nóvember: Máli mínu til frekari stuðning er hér auglýsing Debenhams fyrir þessi jól:
"Hætt er við því að fátæklegt úrval verði af sparifötum fyrir jólin því fyrirtæki í fatainnflutningi komu að lokuðum dyrum í dag - þegar leitað var eftir bankaábyrgð - til að geta flutt inn vörur. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir málið alvarlegt. Afar lítið virðist vera til af gjaldeyri í landinu. Fyrirtæki í fatainnflutningi komu að lokuðum dyrum þegar þau reyndu í dag að fá bankaábyrgð til að geta flutt inn vörur. Málið sé alvarlegt því margar verslanir eigi afkomu sína undir því að selja föt. Seðlabankinn setti fyrir hálfum öðrum mánuði reglur um gjaldeyrishöft. Matur, lyf og olía skyldu ganga fyrir þegar bankarnir afgreiddu gjaldeyri. Nýju lögin leysa þessar reglur af hólmi. Ekki liggi ljóst fyrir hvort þetta gildi fyrir alla bankana en ef svo sé þá hafi innflutningur á fatnaði verið stöðvaður."
Fyrst birt: 28.11.2008 19:20
Síðast uppfært: 28.11.2008 20:30
Bloggar | Breytt 30.11.2008 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2008 | 19:32
Samúðarkveðja
Andlát starfsmanns verslunarkeðjunnar Wal-Mart gefur viðurnefni þessa dags, Svartur föstudagur, nýja merkingu. Þetta er skelfilegt.
Ég hef ekkert erindi átt á útsölur en hef heyrt slíkar frásagnir að mér var ljóst að maður færi þangað ekki til að sýna sig og sjá aðra. Föstudagsútsölurnar eru fyrir þá forföllnu. En þetta er líka tækifærið sem illa statt fólk sér til verða sér úti um það sem hingað til hefur verið látið vanta.
Nú ætla ég í kyrrðargöngu til kaupmannsins á horninu og kaupa mjólkurlítra.
![]() |
Æstur múgur varð starfsmanni Wal-Mart að bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2008 | 02:29
Þakkargjörðarhátíð
Þakkargjörðardeginum varði ég með fjölskyldu Mollie, skólasystur minnar, á heimili systur hennar í Purcellville í norðurhluta Virginia fylkis. Hinn ómissandi kalkúnn var á borðum með öllu tilheyrandi og margar tegundir af pæjur í eftirmat. Þar á milli fór ég í gönguferð um bæinn með systurinni og föður þeirra.
Það eru mörg falleg hús í bænum, hús í viktoríönskum stíl, hús í stíl þriðja áratugarins og svo enn eldri hús. Eitt þeirra frá 1870 var til sölu á litla 750 þúsund dollara. Ég fann hús sem mig langar í, blátt hús með turni og er mynd af því hér til hliðar. Við gengum eftir Aðalstræti sem á annatíma hefur bíl við bíl en var nú autt og hljótt enda tækifærið notað til að flytja landbúnaðarvélar. Þarna eru enn smáfyrirtæki í einstaklingseigu, s.s. úrsmiður (sem getur tekið sér 6 mánuði til að gera við úrið þitt), járnvörubúð með upprunalegum innréttingum frá seinni hluta 19. aldar þar sem öllu ægir saman upp undir rjáfur, hlöðu í miðbænum sem breytt hefur verið í vinsælan veitingastað með öllum burðarvirkinu ófegruðu og síðast en ekki síst byssubúð.
Það var ómetanlegt fyrir mig að vera með fjölskyldunni þennan dag og fá hefðina beint í æð. Við matborðið var börnunum hlýtt yfir pílagrímasöguna eftir að ég hafði sungið "Þurfamaður ert þú mín sál" við einlæga eftirtekt viðstaddra enda stórfjölskyldan öll kennaramenntuð og hefur fóstrað 21 skiptinema í gegnum árin. Til að ljúka deginum með tilhlýðilegum hætti var ég send til baka með matarafganga sem ættu að duga mér fram eftir helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2008 | 02:44
Allt mitt á þurru
Sjávarlífssafnið í Baltimore var áfangastaður okkar Wendy í dag. Það voru margir skólakrakkar þarna og mikill hávaði þeim samfara. Hrifningin leyndi sér ekki, sérstaklega þegar um var að ræða baneitraða froska frá Amazon, alligatora frá Ástralíu og leðurblökurnar sem hengu uppi við rjáfur. Þetta voru heldur betur stórar leðurblökur. Og jú, þarna voru líka sjávardýr. Það er var ekki auðvelt að taka myndir þarna en skemmtilegasta myndin er af gluggaþvottamanninum í bakgrunni höfrunasýningarinnar. Mér datt í hug að þetta væri veruleikaútgáfan af Spiderman. Við héldum okkur utan við skvettugeira höfrunganna en gusurnar gengu langar leiðir við mikinn fögnuð krakkanna. Myndin af mér er við mýrarlífsbúrið. Ég var mjög hrifin af sæanimónum (líta út eins og blóm) og sæhestum hér fyrir neðan. Loks tókst mér að finna Nemo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2008 | 03:24
Í góðu yfirlæti
Síðan á laugardag hef ég dvalið hjá skólasystur minni á heimili hennar í Severn í Maryland, rétt við Baltimore. Það er vikufrí í skólanum vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og margir á heimavistinni fjarverandi af því tilefni. Þetta hefur verið yndislegt frí. Inn á milli námsbókalesturs og ritgerðarskrifa höfum við skroppið í leiðangra. Í dag fórum við í gönguferð um stóran almenningsgarð rétt við heimili þeirra hjóna, Wendy og Frank, til að hvíla okkur á yfirsetunni og hlúa að heilsunni. Siðdegis kenndi Wendy mér að búa til skartgripi svo nú liggur á bakka hálsfesti í uppsiglingu og eyrnalokkar með. Á morgun ráðgerum við að fara í sædýrasafnið í Baltimore og skila mér síðan til baka á miðvikudag. Ég á svo heimboð hjá öðrum nemanda í Þakkargjörðarveislu á fimmtudag. Mér var lofað Þakkargjörð eins og hún leggur sig. Ég lofa að taka myndir og tíunda viðburðinn í smáatriðum hér á blogginu.
Ljósmyndin er af Wendy og mér í námsferð í september.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 13:32
Aura minna tal
Nú geta námsmenn aftur farið að millifæra fé frá Íslandi í gegnum heimabanka. Ég sendi fyrstu greiðsluna eftir bankahrunið í gegn áðan. Mig svíður illilega undan gengisfallinu. Ég keypti 500 dollara sem í dag munu kosta kr. 70.500. Í september kostaði sama upphæð mig kr. 55.000. Krónan á víst af fara í frjálst fall og ég hlakka ekki til að reyna að borga skólagjöldin mín í janúar. Ég veit ekki hvernig framfærslan á að ganga út önnina því ég verð að taka af framfærsluláninu frá LÍN til að ná upp í skólagjöldin. Bókakostnaðurinn gengur líka langt á framfærslulánið því bókakaupalánið dugar engan vegin fyrir námsefninu.
Það er ekki um neina námsstyrki fyrir mig að ræða við Wesley Theological Seminary vegna þess að ég er ekki meðlimur í kirkju meþódista, er ekki frá spænskumælandi landi né blökkukona. Ég hef ekki íslenska námsstyrki. Mikið vildi ég að Þjóðkirkjan sæi sóma sinn í að halda úti námsstyrkjum til guðfræðináms. Það er hennar hagur að hafa vel menntað fólk á sínum snærum og eykur gæði starfs hennar með landsmönnum. Það er líka mikilvægt fyrir dýpt og breidd guðfræðiiðkunar á Íslandi að fólk haldi utan til náms.
Í gær innritaði ég mig á námskeið við American University. Þetta er með stærri háskólum í Washington DC og einkar þægilegt því hann er bara í "næsta húsi". Ég ætla að taka listasögu á meistarastigi þó ég hafi tekið hana í grunnnáminu við HÍ. Góð vísa verður aldrei of oft kveðin.
Myndin af mér var tekin þegar ég sótti tónleika í listamiðstöð/listaskóla American University um helgina. Þar var flutt verk úr óperu eftir Rossini, saxófónverk eftir Erland von Koch, og svo Exodus eftir Händel. Tónleikarnir voru frábærir í alla staði og alveg yndislegt að geta sótt slíka viðburði í bakgarðinu.
Bloggar | Breytt 21.11.2008 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 01:53
Útvarpshlustandinn

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)