Heimferðadagur

Ég fer heim í dag og lendi í fyrramálið! Það er bara til eitt orð yfir það: "Jibbí!"

Hér er vorið löngu komið, þótti þó hafa komið hendur seint enda áleit ég að það sem hér var kallað vorkoma væri sumarkoma. Svona erum við Íslendingar nú nægjusöm. Síðustu daga hefur hlýnað og stytt upp eftir margra daga rigningu og dæmigerðan íslenskan dumbung. Í fyrradag náði hitinn 30 stigum á meðan Reykvíkingar hírðust í 4 stiga vorkuli. Mamma hefur verið hjá mér þessa síðustu viku og verðum við samferða heim í dag. 

Ég er að selflytja skólabækur í hverri ferð sem fellur svo þetta verði ekki óviðráðanlegt þegar ég útskrifast.  Ég var að tala við eina í gær sem hefur í vetur þurft að kaupa 90 bækur fyrir námskeiðin sín.  Ég hef nú ekki talið mínar en þær ná þó ekki þeim fjölda.  Önnur sem  er að útskrifast eftir  3ja ára nám var að stafla bókunum sínum í bílskottið í fyrradag. Til að nýta plássið notaði hún enga kassa og bara múraði skottið. Það var stappað hjá henni.  Skólinn er á því að nemendur eigi að koma sér upp góðu bókasafni með náminu. Nemendur eru hins vegar ekki allir á því að þessar bækur sem uppálagt er að kaupa séu allar jafn eigulegar. Ég hef athugað með mínar bækur hvort þær séu til á Háskólabókasafninu en svo er yfirleitt ekki. Þar sem þær verða mér ill aðgengilegar eftir útskrift  tek ég þær með heim svo ég eigi nú "gott bókasafn" að námi loknu. Þið vitið þá hvert á að leita eftir aðskiljanlegustu  fróðleiksmolum.
SumarblómSaman við Washington minnismerkiðÍ garði Freer GalleryMamma á Eastern Market


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim í blíðuna! Þér er hér með boðið í kaffi og meðþví við hentugleika.

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Bækurnar reyndust vera um 20 kíló

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 12.5.2009 kl. 20:35

3 identicon

Velkomin heim dugnaðarforkur, ég hef fylgst lauslega með þér í Dí Sí.  Bíð spennt eftir að heyra hvernig þér líka framhalds-sálgæslunámið.  Þetta er minn framtíðardraumur. 

 

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband