Uppskeruhátið

Nú er vorönninni loksins lokið. Hún hefur gengið ágætlega þó ég hafi stundum þurft að hafa svolítið fyrir hlutunum. Framundan er tveggja vikna frí áður en sumarnámið mitt hefst og verð ég lungann úr pásunni heima. Ég kem á klakann í byrjun næstu viku og fer svo aftur út þann 24. Það verður yndislegt að vera aftur heima hjá sér, drekka vatnið og borða brauðið. Ætli ég eigi ekki eftir að rölta nokkrum sinnum út í bakarí eftir rúnnstykki á morgnana. Ég fær bara bullandi heimþrá eina ferðina enn við það að hugsa um þetta.

Í morgun lauk námskeiðinu um Jobsbók. Þetta hefur verið stórgott námskeið og mig langar til að vinna áfram sjálf með þetta rit. Við sýndum skapandi verkefni okkar út frá ritgerðarvinnunni. Mitt var unnið öfuga leið, þ.e. fyrst setti ég niður umfjöllunarefni og hönnun listaverksins og svo skrifaði ég ritgerðina út frá því. Hér að neðan er mynd af því ásamt tveimur öðrum veggteppum sem ég hef unnið í vetur. Saman mynda þau eina efnislega heild. Hvert um sig er 44x57 cm að stærð. Þetta er listrænn bútasaumur, applikerað og síðan vattstungið fríhendis.

Verkin heita, talið frá vinstri: Consumed, Ruminated, Devoured

Ólöf I. Davíðsdóttir - Listaþrenna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

WOW... enn hvað þetta er fínt. Fíla Devoured rosa vel!!!!   :)  Til hamingju!

Baldur Gautur Baldursson, 10.5.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þakka þér fyrir.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 11.5.2009 kl. 11:57

3 identicon

Ég velti fyrir mér merkingu verkanna út frá heiti þeirra og formi. Skil ég rétt að þetta tengist allt munni og mat? 

Consumed -  borða, neyta

Ruminated -Jórtra (getur líka þýtt að íhuga, velta fyrir sér).

Devoured - éta, háma. (líka gagntaka)

Litir tengja verkin skemmtilega saman og áferðin einnig - þ.e. litirnir eru yrrjóttir. Svo eru formin svo mjúk - nema hvítu þríhyrningarnir sem brjóta formin svolítið upp en samt eru þeir með mjúkar línur. Saman finnst mér myndirnar skemmtileg heild. 

Ragnheiður Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband