21.1.2009 | 00:43
Hver vegur að heiman er vegurinn heim
Ég var viðstödd embættistöku Obama í dag. Ég hefði ekki viljað missa af því. Sökum ferðaþreytu, svefnleysis og tímamismunar hef ég ekki þrek til að skrifa meira núna svo sagan kemur inn á morgun. Þó hefði mig langað til að setja hér inn ódauðlegt bókmenntaverk af tilefninu. Set þó hér til gamans með mynd úr miðbænum á leiðinni að Washington minnismerkinu.
Það er eitthvað svo svo "utan við sig" að koma úr fagnaðarlátunum í miðborg DíSí og fylgjast svo með mótmælum við Alþingishúsið handan hafsins. Eiginlega finnst mér að ég ætti að vera heima og það er ekki bara heimþráin.
Kvittið endilega fyrir lesturinn og látið mig vita að þið séuð þarna.
Athugasemdir
Kvitt kvitt! Til hamingju með nýja forsetann. :) Vonandi gengur honum vel að byggja upp ný Bandaríki.
Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 11:28
Halló systir, og kvitt ! Fylgist alltaf með þér öðru hverju !
Páll Viggósson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:18
Hlakka til að heyra lýsingar þínar af innsetningardegi Obama.
Kv. Guðrún
Guðrún mágkona (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.