Textílverk

Nokkur textílverka minna eru á vefsíðum. Hér neðar eru slóðirnar svo ég þurfi ekki að leita að þeim í hvert einasta sinn sem ég er spurð. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru verkin öll unnin með listrænum bútasaum sem upp á ensku kallast "Art Quilting". Þau eru úr bómullarefnum, saumuð með heimilissaumavél og vattstungin fríhendis í sömu vél. En fyrst koma myndir af hverju fyrir sig.

 

Stóla, "Kristur í þér, von dýrðarinnar"

Ólöf I. Davíðsdóttir:

 

 

Veppteppi, "Sendiboði sálarinnar"

 Ólöf I. Davíðsdóttir:   Ólöf I. Davíðsdóttir:

 

 

 Dagbókarbrot, "Journal Quilts"

Ólöf I. Davíðsdóttir: Ólöf I. Davíðsdóttir: Ólöf I. Davíðsdóttir: Ólöf I. Davíðsdóttir: Ólöf I. Davíðsdóttir:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda, Fríða og Ásta Lóa

Þú ert listamaður Ólöf. Mikið eru þetta falleg verk. Velkomin heim og gleðileg jól ljúfan.

Kv.
Ólöf Margrét 

Edda, Fríða og Ásta Lóa, 23.12.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Ó takk fyrir þetta

Gleðileg jól mín kæra

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:00

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta eru falleg verk, takk fyrir að sýna þau.

Gleðileg jól.

Marta Gunnarsdóttir, 25.12.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Þetta er stórfallegt og gefu mikla möguleika til guðfræðitúlkunar.  Just super (með enskum framburði)   :)

Baldur Gautur Baldursson, 26.12.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Virkilega falleg verkin þín. Vildi bara óska þér Gleðilegs nýs árs og þakka fyrir hið liðna.

Vil einnig að þú vitir að ég ræddi við kennara vegna reglna um tilvísanir á bloggi og ákvað í kjölfarið að leifa Tómasar greininni að vera en birti hina ekki aftur. Hafði ekki tíma til að klára málið þetta kvöld sem grein mín fór inn, auk þess sem ég var vöruð við ritstuldi á ritgerðarefnum sjálf. Þess vegna svaraði ég þér ekki, heldur eyddi bara út allri færslunni. 

Mér var bent á að fræðilega séð væri réttast að virða tilvísanir en hinsvegar ætti það við um flestar blaða og tímaritagreinar að tilvísunum væri sleppt og því ekkert nýtt sem ég væri að gera þar.  En þar sem að formlega séð væri þarna um Háskólaritgerð er að ræða, þætti það skynsamlegra að fylgja þessu eftir.  Ef þú skildir hafa velt þessu fyrir þér sjálf, þá er þetta niðurstaðan sem ég fékk út úr eftirgrennslan minni varðandi málið. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband