22.12.2008 | 16:31
Eftirlaun listamanna
Af hverju fær fólk listamannalaun sem komið er á lífeyrisaldur? Eða er upphæðin svo lág að hún er bara táknræn? Svona rétt eins og hátekjuskatturinn sem skiptir víst engu máli fyrir ríkissjóð.
Hér er tillaga til þingsályktunar um heiðurslaun listamanna. Ein rökin er að bæta öldruð listafólki upp bága lífeyrisstöðu. En það er ekki bara listafólk sem verður að láta sér nægja grunnlífeyrinn. Koma heiðurslaunin til frádráttar á bótum almannatrygginga? Hættir listafólk almennt að iðka list sína og hafa af henni tekjur eftir 65 ára aldur?
Atli Ingólfsson skrifaði grein árið 2002 um aðferðafræði við úthlutun listamannalauna. Niðurstaða hans er að hún sé ekki til heldur stuðst við skýringuna "Af því bara" og einnig þá að listamaðurinn sé sýnilegur. Atli veltir fyrir sér hvað það þýði enda vanti einnig skilmerki á sýnileika þar sem ákveðnar listgreinar ganga út á sýnileika. Miðað við þá þokusýn sem hann lýsir við úrvinnslu umsókna um starfslaun listamanna get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort henni sé líka beitt á heiðurslaunin.
Ég er þó alls ekki að gera lítið úr vinnu þeirra sem fengu úthlutun í ár. Handhafa fálkaorðunnar í hópnum eiga hana líka skilið. Þau sem ég þekki til á listanum eru vel að vegsauka komin. Margt af þessu fólki er svo sannarlega búið að þurfa að hafa fyrir listiðkun sinni og borgað með sér í gegnum tíðina. Einnig er leitað til listafólks um að vinna endurgjaldslaust í þágu málefna. Framlag listafólks til betrunar mennskunnar er ómetanlegt. Það er algjör ranghugmynd að listafólk þurfi að líða skort til að hafa eitthvað fram að færa. Þess vegna eigum við að kaupa list og varast eftirlíkingar.
Á listanum eru 18 karlar og 10 konur. Hvar er jafnræðið? Er kannski lífeyrisstaða listakvenna betri en karla?
28 listamenn fá heiðurslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel sagt Ólöf! heyr heyr.....
Baldur Gautur Baldursson, 22.12.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.