Á afrekum mínum er enginn endir

Sameiginlega eldhúsið okkar vistargemlinga er svo óvistlegt að maður missir móðinn og fær heimþrá við að koma þangað inn. Ég tók allt úr út einum neðri skápanna og þreif hann til að setja svo kassann með eldhúsdótinu mínu þar inn. Þar fann ég forláta pott en hinn skringilega - Crock Pot - sem ég þreif og hugði mér gott til glóðarinnar þegar ég hefði undir höndum einhverjar uppskriftir eða leiðbeiningar um notkun hans. Tæknin á bak við þennan pott er moðsuða, aldagömul matreiðsluaðferð sem Íslendingar notuðu langt fram á síðustu öld. Um eldamennsku torbæjararfleifðarinnar má lesa hér  Svo fann ég bloggfærslu Guðrúnar Jóhannsdóttur um hægsuðu.

Crock PotUndir hádegi í dag bretti ég svo upp ermar og skellti í pottinn því lítilræði sem ég keypti inn í gær fyrir alvöru máltíð með nautakjöti og sósu. Sósa er orðið aðalmálið hjá mér. Það er næstum aldrei sósa með neinu og þá sjaldan það gerist er hún allt annað en lystug eða góð. Í pottinn fóru kartöflur, blaðlaukur, laukur, rauð paprika, tómatar, kjöt, rauðvín og krydd. Lokið setti ég yfir, stillti á lágan straum og skilti þetta svo eftir næstu 6 tímana. Þá veitti ég matinn upp úr soðinu, hellti því í pott og þykkti í ljúffenga sósu.

Ég bauð tveim nemum frá Suður Kóreu að borða með mér. Önnur er orðin alveg uppgefin á matnum í mötuneytinu því hann er of bragðlítill og einhæfur fyrir hennar smekk sem alist hefur upp við mikið af fersku grænmeti og hrísgrjónum í alla mata. Hún gat ómögulega komið því fyrir sig hvað sósa væri og beið því spennt eftir því að prófa. Kajenn piparinn í matnum bjargaði mér svo máltíðin stóð undir vonum hennar. Ég steingleymdi að mynda herlegheitin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nammi nammi namm

Snorri Halldórsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband