Ring, ding, dingaling

BrunaboðiBrunabjallan á heimavistinni fór í gang með miklum látum áðan þegar ég sat í makindum og las um eyðingu Sódómu og Gómorru. Afar viðeigandi. Ef sagan væri að endurtaka sig í borgarumhverfi nútímans, skyldu viðvörunarkerfin fara í gang?

Sem betur fer var ég nýfarin í lopavesti og greip með mér flísteppi um leið og ég fór út svo það væsti ekki um mig þar sem við stóðum fyrir utan og biðum fregna af því hvort kviknað væri í eða kerfið farið í gang af öðrum orsökum. Svo var okkur sagt að næsta hús væri öruggt og þangað fóru nokkrir en ég og fleiri sáum meira vit í að fara yfir í mötuneytið og fá okkur kaffisopa. Brunaboðinn reyndist hafa farið í gang af völdum iðnaðarmanna sem voru að brjóta niður vegg sem gneistaði af með tilheyrandi rymyndun án þess að hafa þar til gerðar viftur í gangi svo rykmökkurinn setti kerfið af stað.

Nú sit ég aftur á vistinni og velti fyrir mér hverju þessi reynsla getur bætt við einræðuna sem ég er að semja fyrir leiklistartímann á morgun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

 í Virginia Tech eru þeir með brunaæfingar í hverri viku í sumum byggingunum. Bjallan fer í gang í tíma og ótíma en aldrei yfir hádaginn þegar allir eru velvakandi. Nei, nei, krakkarnir eru annað hvort hrakin út seint um kvöld eða þegar þau eru rétt farin að festa svefn að allt fer í gang. Síðan eru þau látin standa úti í myrkrinu grútþreytt og köld á meðan gengið er í skugga um að allir séu komnir út.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.10.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Ég yrði óð.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

tek undir það. Mér finnst bara ljótt að fara svona með greyin og ætlast svo til að þau vakni snemma næsta morgun til að fara í tíma.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.10.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Mig grunar að viðvörunarbjöllur hafi verið lengi í gangi án þess að við heyrum það. Glymurinn og ruglið er búið að vera svo mikið. Hérna í vor fór ekki viðvörunarkerfið á háskólabókasafninu í Stokkhólmi í gang þótt húsið væri orðið fullt af gufu frá hitavatnsrörum sem höfðu lekið.  "Bara" 10 000 bækur eyðilögðust. Einhverjum hafði leiðst þetta tikk takk í rakamælinum og troðið strokleðri í hann til að stöðva tikk takkið...  

Svo lifi allar brunaæfingar.  

Ólöf!  Ég vona að ég eyðileggi ekki fyrir þér gleðina og spennuna, en Jesús deyr á síðu 628.  

Baldur Gautur Baldursson, 30.10.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Baldur! þú gerir út af við mig! Svo hann deyr eftir allt saman. Get ekki hætt að hlæja. Sem verðandi guðfræðingur get ég ekki skrifað hvað er svona fyndið en vel menntað fólk ætti að geta lesið í eyðurnar.

Ég hætti við við að skrifa einræðu konu Lots og bjó til einræðu Jóhannesar skírara í fangaklefanum í staðinn. Ég er öll í harmleikjunum. Baldur, dó hann líka? 

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ég vil ekki segja of mikið.....  :)

Baldur Gautur Baldursson, 31.10.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband