26.6.2008 | 17:28
Skjóta fyrst, spyrja svo!
Held ég panti Kevlar-vesti á alla familíuna og láti senda á hótelið áður en við förum til DíSí. Utan yfir verð ég í bol með þessari mynd!
Það getur víst verið með ólíkindum hvaða skilning fólk leggur í það að þurfa að verja sig, ef mark er takandi á Mogganum yfirhöfuð í gegnum árin. Mér finnst það afar óþægileg tilhugsun að almennir borgarar gangi með skammbyssur innanklæða á Laugaveginum, hvar sem hann er í heiminum. Ég get sætt mig við að sjá fólk í einkennisklæðum bera vopn við störf sín en að Jói á horninu sé með hólk í kúrekastígvélinu sínu þegar hann skutlar krökkunum í skólann er ekkert nema síðasta sort.
Við hjónin snæddum eitt sinn hádegisverð með manni í Chicago sem sagði okkur að hann hefði verið með pístólu í stígvélinu sínu árum saman en hætt því þegar hann áttaði sig á að ástæðan var sú ein að hann var smeykur við ekki neitt og mestar líkur væri á að hann skyti sjálfan sig í fótinn.
Réttur Bandaríkjamanna til skotvopnaeignar staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finns einmitt svo óþægileg tilhugsun að hafa fullt af vopnuðum einkennisklæddum mönnum út um allt. Vopnaðan almenning get ég sætt mig við.
Opinberir starfsmenn með byssur. Ekki gott.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.6.2008 kl. 19:34
Mér dettur ekki í hug að nokkur sem ég mæti á götu beri á sér vopn. Ég er kannski svona einföld. Kannski ég ætti að hafa með mér eins og einn eldhúshníf þegar ég fer í næsta göngutúr.
En án gríns, ég á eftir að skoða þessa síðu betur og linkana. Handverk getur verið svo æðislegt. Takk
Marta Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 13:09
Sæl Ólöf. Ég bregð á það ráð að hafa samband við þig hér, málið er að Bolli á stólu, erfðargripur frá föður hans, sem er farin að láta á sjá. Það þarf að gera við hana, sauma á hana gylltan kross og festa aðra slíka. Er það nokkuð sem þú fæst við að gera við svona stólur?? Ef þú getur tekið svona að þér, eða bara til að kíkja á stóluna...sendu mér meil á sunnamo@hi.is!
bestu kveðjur, Sunna Dóra
Sunna Dóra Möller, 28.6.2008 kl. 19:31
hér í Norður Karólínu er allstaðar skilti á almennum stöðum sem banna byssur innanklæða, t.d. á spítalanum...kanar...
SM, 29.6.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.