Fegurðin býr í sjáandans brá

spa face adjHinir ýmsu útúrdúrar mannlífsins geta verið tækifæri til að setja hlutina í annað samhengi, jafnvel sjá þá loksins í réttu samhengi. Í það minnsta má velta fyrir sér möguleikunum njóti maður þeirrar náðar að koma auga á þá.

Ég fór í andlitsbað á snyrtistofu í dag. Það getur hvort tveggja talist dekur eða bruðl, allt eftir því hvernig á það er litið. Það er með ólíkindum hve margar tegundir andlitsbaðs er um að velja. Ég játaði mig algjörlega vanhæfa og treysti snyrtifræðingnum til að velja fyrir mig. Málið hefði verið mun einfaldara ef ég væri karlmaður því á verðlistanum var ekkert val fyrir karla, bara eitt stykki "herraandlitsbað", eins konar "one size fits all" svo það er full ljóst að þarna skiptir stærði ekki máli.

En aftur að reynslu minni. Niðurstaða mín, fyrir utan mjúkan vanga og eitt rennsli enn á debetkortinu mínu, er sú að það megi sjá líkamsdekur í víðara samhengi. Það sem fram fór minnti mig helst á trúarathöfn. Þar sem ég lá á bekknum - innvafin eins og reifabarn í dúka með stein í skauti mér, á meðan snyrtifræðingurinn bar mjúklega hvert dýrindis smyrslið á fætur öðru á andlitið og strauk taktbundið andlit, háls og herðar - leið mér eins og drottningu í magnþrungnu ritúali. Ég minntist sögunnar af Esther sem bjó sig undir að biðja þjóð sinni griða.

Þessi samlíking er ekki út í hött því fyrir manneskju eins og mig sem upplifir lífið stærra en svo að það verði vegið og mælt er það göfugt stefnumót að mæta lífinu sjálfu í eigin brjósti og fá að bergja af þeim óþrjótandi bikar. Það er auðmjúk reynsla sem vekur þakkargjörð.

Segið svo að andlitsbað sé helber hégómi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta hef ég aldrei prófað.
Ég fer í fótabað og fótsnyrtingu. Það er æðislegt.

Heidi Strand, 24.6.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Ár & síð

When your feet smell and your nose is running, then you're upside down!
Matti

Ár & síð, 24.6.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef aldrei skilið áhuga kvenna á andlitsböðum,  fótaböðum,  fótsnyrtingu,  naglalengingu og svo framvegis.  Þangað til núna.

Jens Guð, 25.6.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Sylvía

krikjan ætti að taka þetta meira upp...

Sylvía , 29.6.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband