Kirkjusmartís

Skrúði réttlætisinsLitadýrðin hefur ekki vafist fyrir mér við hönnun kirkjutextíla þó hinir eiginlegu grunnlitir kirkjuársins séu fáir. Grunnlitinn lít ég á sem ramma og innan hans eru þeir litir sem best þjóna frásögn viðkomandi skrúða. Hér til hliðar er úrklippa úr fjólubláum skrúða sem ég saumaði. Litirnir í honum eru silfur, hvítur, rauður og fjöldinn allur af bláum, vínrauðum og fjólubláum litum.

Fleiri eru í vinnslu. Rauði messuskrúðinn er rauður og gulur, sá græni er í mörgum grænum og skærbláum litum með bæði silfri og gulli. Svarti skrúðinn er fyrst og fremst grár með svörtu, rauðu og silfri. Loks er það sá hvíti. Hann er hvítur en auk þess með gylltum og fjólubláum.

Liti kirkjuársins hef ég alltaf séð sem áskorun fyrir listafólk til að beita öllu innsæi sínu í litafræði og táknfræði. En ég er spennt  fyrir þessari samþykkt prestastefnu að láta litgreina kirkjuárið upp á nýtt. Ég held að litblindan hafi frekar verið úr þeirri áttinni enda er engin listmenntun inni í guðfræðináminu. Það er nokkuð sem ég vil fá breytt.


mbl.is Kirkjan skiptir litum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Gaman að sjá að fleiri eru að velta sér upp úr hinni litúrgísku litanotkun kirkjunnar.  :) 

Baldur Gautur Baldursson, 13.6.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Heidi Strand

Það má líka nota varaliti ef rétti liturinn er ekki til.

Heidi Strand, 15.6.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Þú ert snillingur, Heidi, enda saumakonur ráðagóðar. Ég legg til að kvenguðfræðingar dragi upp snyrtibuddur sínar á næsta þingi. Og hver veit nema einn og einn karl lumi á varalit.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband