10.6.2008 | 10:08
Enginn heimskautavetur hér
Það er meinloka hjá borgaryfirvöldum að borgin liggi undir fimbulvetri níu mánuði ársins svo ekki sé hægt að athafna sig við eitt né neitt. Vel er hægt að hreinsa rusl lungann úr vetrinum, það fýkur og festist í gróðri á umferðareyjum og stingur í augun. Snjóþyngsli eru aðeins lítinn hluta af vetrarmánuðunum hér í Reykjavík. Þetta eru bara undanbrögð þess sem stingur höfðinu í sandinn sem hlaðið er á gangstéttar aftur og aftur en aldrei hreinsað upp á milli.
Ég vil sjá lagt meira nostur við umhverfið allan ársins hring. Það er hægt að hreinsa veggjakrot allt árið enda leggja þeir sem berjast gegn slíkum skemmdarverkjum áherslu á að það sé hreinsað jafnharðan. Hvernig á borgarbúum að lærast að ganga vel um ef fyrir þeim er höfð sú undanlátssemi að það sé í lagi að láta sitt eftir liggja hvar sem er og hvenær sem er því borgin láti verktaka taka til einu sinni á ári. Það væri félegt ástandið á mínu heimili ef ég færi aðeins einu sinni á ári með heimilisruslið út í tunnu.
Hreinsitækni ehf.: Borgin kemur illa undan hörðum vetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri hægt að athafna sig mikið meira í umferðinni ef þessir asnar á fólksbílunum tæki aðeins meira tillit til okkar sem eru að hreinsa skítinn og sóðaskapinn eftir ykkur
Starfsmaður Hreinsitækni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:18
Ég held að komin sé þörf á annarri áróðursferð gegn því að henda rusli á götur og gangstéttar. Eitthvað finnst mér undan hafi látið í snyrtimennsku landans fyrir umhverfi sínu. Þá á ég við ungt fólk, því miður. Ég hef orðið vitni af því að fleygt er hamborgarabréfum, frönskum og drasli út um opna rúðu á bíl á ferð. Meira er af gosflöskum, bjórdósum og drasli í vegköntum en oft áður. Á mínum uppvaxtarárum í grunnskóla var tekið hart á því að krakkar gengju vel um umhverfi sitt og henti ekki bréfi og drasli á götuna. Einnig var Skeljunungur með ókeypis litla ruslapoka sem fólk gat fengið í bílana sína (líklega ein 30 ár síðan) en þetta notaði fólk til að setja umbúðir í og fleira í bílnum. "Látum ekki okkar eftir liggja".
Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.