Jekyll

JekyllÞað hefur ekkert sjónvarpsefni náð að grípa mig svona á fullorðinsárum eins og þættirnir um Jekyll á Skjá einum. Spennan er yfirþyrmandi, leikur James Nesbitt er magnaður og fléttan lætur ekki of mikið uppi. Þegar þættinum lauk í kvöld greip ég um eyrun, lokaði augunum, sönglaði "nei, nei, nei, nei, nei" og staulaðist fram á gang á meðan Skjár einn gerði aulalega tilraun til að sýna brot úr næsta þætti, lokaþættinum. Nei, takk, mig langar ekki í konfektmola sem er búið að bíta í.

Ég er vant við látin fimmtudagskvöldið 12. júní frá klukkan 21 til 22. Vinsamlegast skiljið eftir skilaboð í talhólfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Svo sammála þér, magnaðir þættir og þeir of viljugir að sýna brotin úr næstu þáttum. Segja segja oft meira en þeir eiga.

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:35

2 identicon

Hef ekki séð þessa þætti.....hefði sennilega átt að sjá þá....er sennilega orðin of sein núna   elska svona spennuþætti...en gleymi bara alltaf að horfa á þá  

Kveðja úr guðfræðideildinni...

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband