Enn meiri mátun

Mátun 3Mátun 4

Þetta potast, mjakast með hænufetum eins og sólin. Ég mátaði ýmsar útfærslur á veggteppinu með lausum pappírssneplum og digital myndavél. Það eru til myndbyggingarformúlur og þangað til ég lærði eitthvað um þær studdist ég eingöngu við brjóstvitið til að velja og staðsetja form á myndfleti. Ég nota enn brjóstvitið en með smá bókviti get ég nú betur fært rök fyrir valinu svo ég þurfi ekki að hljóma eins og Homeblest kexauglýsing. Mér finnst Homeblest gott - en bara nógu mikið af því. Minnir mig á það: setja Homeblest á næsta innkaupalista. Ekkert að því að kaupa pakka á tveggja mánaða fresti.

Ég hef af og til spurt veggteppið til nafns en það þegir þunnu hljóði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst teppið bera gleði með sér, líf og von um framhald.

Kveðja,

Eirný

Eirný Vals (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband