Súrsætir sigrar

MatarboðÞeir eru athyglisverðir sumir áfangasigrarnir í kvennabaráttunni, eiginlega súrsætir fremur en sykursætir. Fyrir vikið hafa þeir bragðkarakter og eru tilefni til enn frekari umræðu og úrbóta. Þó ögn lengra sé síðan konur fóru að vígjast til prestsembætta á Íslandi er það ósköp lítið brot af 2000 ára sögu kirkjunnar. Í þeim samanburði eru hlutirnir að gerast of hægt. Við höfum ekki enn fengið kvenbiskup á Íslandi og höfum þó þrjú slík embætti.

Hið sæta er að konurnar eru að vígjast til jafns á við karla í Bretlandi.

Hið súra er að konurnar eru enn í sjálfboðastörfum. Aðeins hluti þeirra fær launaða stöðu og þá sem aðstoðarprestar. Hinar vinna kauplaust. 128 karlar fengu fulla vinnu og 95 konur.

Þær hafa sama titil og karlar í launuðum störfum, þær vinna sömu vinnu og karlar í launuðum störfum. En þær fá ekki að hafa framfærslu af því. Af hverju er enn litið á kvennastörf sem afþreyingu?

Guðfræðingurinn Ann Belford Ulanov segir í bók sinni "The healing imagination" að ógnin stafi af því að konur geti nú ekki aðeins gefið af sér líf heldur líka alið önn fyrir því. Framfærslan hefur um aldir verið á hendi karla og þegar valdinu sem í því felst að aðrir séu þeim háðir um viðhald þess lífs er ógnað af jafnburðum verður að meina hinum aðgang að því. Þess vegna fá konur ekki jafnlaunuð störf eða laun yfirhöfuð.

Skopmyndin er héðan


mbl.is Fleiri konur en karlar vígjast til prests í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

góð myndin...hitt er súrt en satt

SM, 14.11.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband