Heilhveitibollur - heilhveitirúnstykki - loksins

Það hefur verið löng leitun að góðri uppskrift að heilhveitirúnstykkjum. Eins og fastir lesendur vita hef ég lengi bakað úr gerdeigi og náð góðu taki á þeirri kúnst. En ég hef ekki fyrr en nú fundið uppskrift sem ég vil nota aftur og aftur. Ég datt niður á uppskrift að hvítum rúnstykkjum sem ég breytti og sú breyting dugði við fyrstu tilraun. Þessi er komin til að vera.

Munið að trixið við gerbakstur er að hafa deigið eins blautt og mögulegt er til að geta handfjatlað það. Ekki moka í það hveiti af óþolinmæði á meðan þið hnoðið deigið. Besta hjálpin er að nota hrærivél og stilla á tímatöku, 5 mínútur á lægsta hraða og svo 5-8 mínútur á meiri hraða.


Heilhveitirúnstykki - heilhveitibollur

Uppskrift:

  • 3 bollar brauðhveiti (blátt Kornax)
  • 1/2 bolli heilhveiti (frá Kornax)
  • 1 msk + 1 tsk þurrger (instant)
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk hunang
  • 2 msk olívuolía
  • 1 1/2 hálfur bolli volgt vatn (45°C)

Aðferð:

  • Þurrefnum blandað saman í hnoðskálinni, síðan er olíu, hunangi og vatni helt út í. Allt hnoðað saman í 10-15 mínútur. Ekki bæta við hveiti á meðan hnoðað er. Klístrið minnkað þegar lengur er hnoðað. Látið hefast í skálinni í 40 mínútur. Hafið breitt yfir skálina á meðan með plasti og handklæði þar yfir. Það er til að halda raka og hita í deiginu.
  • Setjið svo deigið á borð, stráið pínulitlu hveiti á borðplötuna áður, ég meina pínulitlu, ein matskeið í mesta lagi, svo ekki festist við. Það má ekki hnoða meiru hveiti saman við deigið því það hveiti fær ekki tíma til að brjóta sig með gerinu og hefur áhrif á baksturinn. Hnoðið deigið létt saman, látið það svo hvíla undir viskustykki á borðinu í 3 mínútur. Þá verður auðveldar að móta. Skiptið í 12 bita og hnoðið létt í kúlur.
  • Raðið bollunum á bökunarplötu (ég hef bökunarpappír undir), breiðið viskustykki yfir. Kveikið á bökunarofninum núna, stillið á 250°C. Látið bollurnar lyfta sér á eldhúsborðinu í 30 mínútur. Setjið svo brauðmetið í ofninn og lækkið hitann strax í 200°C. Bakað í um 10 mínútur eða þangað til kominn er fallegur, gullinn litur á brauðin.

Uppskriftin sem ég studdist við er héðan. Það var hvítt brauð þar sem notaðir voru 4 bollar af hveiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband